Mercedes Benz tvöfaldar framleiðsluna á CLA-Class Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 15:06 Mercedes Benz CLA-Class rennur út eins og heitar lummur. Svo vel hefur gengið að selja CLA-Class bíl Mercedes Benz að fyrirtækið hefur þurft að tvöfalda framleiðslu hans. Mercedes Benz CLA-Class var kynntur kaupendum snemma í fyrra og eftirspurnin eftir honum hefur verið það góð að forstjóri Mercedes Benz segir að hægt hefði verið að selja tvöfalt fleiri bíla ef þeir hefðu haft undan. Bíllinn er framleiddur í Ungverjalandi og í maí var þriðju vaktinni bætt við svo unnið er allan sólarhringinn við framleiðslu hans og allt sem í valdi Mercedes Benz er gert til að auka framleiðsluna. Víða í Bandaríkjunum er aðeins 10 daga birgðir til af bílnum en heilbrigt þykir að eiga 60 daga birgðir af bílum svo svara megi eftirspurn. Sala CLA-Class bílsins endurspeglar gott gengi Mercedes Benz þessa dagana og söluaukning fyrirtækisins er meiri en hjá bæði BMW og Audi á árinu og dregur Mercedes Benz nú á sölutölur hinna lúxusbílaframleiðendanna þýsku, sem bæði selja reyndar fleiri bíla á ári en Mercedes Benz. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent
Svo vel hefur gengið að selja CLA-Class bíl Mercedes Benz að fyrirtækið hefur þurft að tvöfalda framleiðslu hans. Mercedes Benz CLA-Class var kynntur kaupendum snemma í fyrra og eftirspurnin eftir honum hefur verið það góð að forstjóri Mercedes Benz segir að hægt hefði verið að selja tvöfalt fleiri bíla ef þeir hefðu haft undan. Bíllinn er framleiddur í Ungverjalandi og í maí var þriðju vaktinni bætt við svo unnið er allan sólarhringinn við framleiðslu hans og allt sem í valdi Mercedes Benz er gert til að auka framleiðsluna. Víða í Bandaríkjunum er aðeins 10 daga birgðir til af bílnum en heilbrigt þykir að eiga 60 daga birgðir af bílum svo svara megi eftirspurn. Sala CLA-Class bílsins endurspeglar gott gengi Mercedes Benz þessa dagana og söluaukning fyrirtækisins er meiri en hjá bæði BMW og Audi á árinu og dregur Mercedes Benz nú á sölutölur hinna lúxusbílaframleiðendanna þýsku, sem bæði selja reyndar fleiri bíla á ári en Mercedes Benz.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent