113 fiskar gengu upp í Gljúfurá í vikunni Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2014 11:38 Eru veiðimenn að fara setja í nýgengna laxa í Gljúfurá í september Veiðin í Gljúfurá í Borgarfirði hefur oft verið góð síðustu dagana á veiðitímabilinu og miðað við þær upplýsingar sem koma úr laxateljaranum ættu lokadagarnir núna að vera mjög góðir. Heildargangan í ánna er 556 fiskar, mest lax en eitthvað af sjóbirting, en það sem vekur sérstaka athygi er að síðustu 7 daga hafa 113 fiskar gengið upp í ánna og þar inná milli eru laxar allt 90 cm langir. Það er ótrúlegt að sjá að um 20% göngunnar í ánna í sumar komi svona seint og styðja þessi gögn þá kenningu sem margir veiðimenn sem þekkja vel til Gljúfurár hafa haldið fram, að í henni sé nokkuð sterkur stofn sem gangi í hana frá miðjum september og jafnvel síðar. Alls höfðu veiðst 177 laxar í ánni í síðustu viku þannig að hún á ennþá ca 350 óveidda fiska í hyljum sínum sem getur ekki þýtt annað en að nóg verði af hrygningarfisk í henni að tímabili loknu. Þó svo að einhverjir lausir dagar séu í ánni verður nóg eftir af laxi í henni eftir tímabilið svo það er ekki annað að sjá en að áin sé í góðum málum. Stangveiði Mest lesið Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði Góð opnun Laxár í Kjós Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði
Veiðin í Gljúfurá í Borgarfirði hefur oft verið góð síðustu dagana á veiðitímabilinu og miðað við þær upplýsingar sem koma úr laxateljaranum ættu lokadagarnir núna að vera mjög góðir. Heildargangan í ánna er 556 fiskar, mest lax en eitthvað af sjóbirting, en það sem vekur sérstaka athygi er að síðustu 7 daga hafa 113 fiskar gengið upp í ánna og þar inná milli eru laxar allt 90 cm langir. Það er ótrúlegt að sjá að um 20% göngunnar í ánna í sumar komi svona seint og styðja þessi gögn þá kenningu sem margir veiðimenn sem þekkja vel til Gljúfurár hafa haldið fram, að í henni sé nokkuð sterkur stofn sem gangi í hana frá miðjum september og jafnvel síðar. Alls höfðu veiðst 177 laxar í ánni í síðustu viku þannig að hún á ennþá ca 350 óveidda fiska í hyljum sínum sem getur ekki þýtt annað en að nóg verði af hrygningarfisk í henni að tímabili loknu. Þó svo að einhverjir lausir dagar séu í ánni verður nóg eftir af laxi í henni eftir tímabilið svo það er ekki annað að sjá en að áin sé í góðum málum.
Stangveiði Mest lesið Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði Góð opnun Laxár í Kjós Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði