Fótbolti

Everton fór létt með Wolfsburg

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Leighton Baines fagnar marki sínu.
Leighton Baines fagnar marki sínu. vísir/getty
Everton byrjar vel í Evrópudeildinni í knattspyrnu, en liðið vann WfL Wolfsburg frá Þýskalandi, 4-0, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í kvöld.

Everton var betra liðið í leiknum og uppskar fyrsta markið á 15. mínútu þegar Ricardo Rodríguez, varnarmaður gestanna, setti boltann í eigið net.

Heimamenn tvöfölduðu forystuna á 45. mínútu þegar SeamusColeman skoraði og í byrjun seinni hálfleiks kom LeightonBaines Everton í 3-0 með marki úr vítaspyrnu.

Everton var ekki hætt því á 89. mínútu skoraði Belginn KevinMirallas 4-0 með snyrtilegri afgreiðslu eftir að hann slapp einn inn fyrir vörn Wolfsburg.

Rodríguez bætti upp fyrir mistökin í byrjun leiks með því að skora beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma, en það var of lítið og of seint.

Liðin leika í riðli með Lille og Krasnodar, en Ragnar Sigurðsson og félagar gerðu 1-1 jafntefli í Þýskalandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×