Innlent

Loftmengun dreifist til austurs

Atli Ísleifsson skrifar
Gera ráð fyrir mengun á sunnanverðum Austfjörðum að Höfn í Hornafirði.
Gera ráð fyrir mengun á sunnanverðum Austfjörðum að Höfn í Hornafirði. Vísir/Egill
Vestlæg átt er nú yfir gosstöðvunum í Holuhrauni og má búast við að loftmengun dreifist til austurs yfir Hérað og Austfirði.

Á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld snúist vindur til norðvesturs og má þá gera ráð fyrir mengun á sunnanverðum Austfjörðum að Höfn í Hornafirði. Á morgun, laugardag, megi búast við áframhaldandi mengun suðaustur af gosstöðvunum.

Búast má við vestlægri átt á landinu, 5 til 10 metrar á sekúndu og rigning eða súld með köflum. „Vestan 8-15 og úrkomuminna í nótt, hvassast á annesjum. Lægir víða og léttir heldur til á morgun, en áfram skýjað með S- og V-ströndinni og yfirleitt þurrt. Vaxandi suðaustan átt vestantil á landinu seint annað kvöld. Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast NA-til,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×