Innlent

Ísland í auga stormsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá Ísland í auga stormsins.
Hér má sjá Ísland í auga stormsins. Mynd/Jarðvísindastofnun HÍ
Meðfylgjandi mynd er hitamynd sem tekin var úr MODIS gervihnetti NASA klukkan 22:10 í gærkvöldi. Á myndinni má sjá leifarnar af fellibylnum Cristobal yfir Íslandi. Um síðustu helgi olli fellibylurinn miklu tjóni í Karabíuhafi, en eftir að hafa farið norður yfir kaldari sjó minnka fellibyljir yfirleitt, samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Við komuna til Íslands var Christobal orðin að djúpri lægð.

Myndin var birt á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Vísir fékk leyfi til að birta hana.

Lægðin olli miklum vindi og gífurlegri úrkomu á sunnanverðu landinu, en mikið tjón varð vegna flóða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti alls að sinna 37 útköllum vegna vatnsleka í gær.

Alls komu 324 mál inn hjá dagvakt Neyðarlínunnar í gær og var stór hluti þeirra rakinn til óveðurs og vatnstjóns.

Eldgosið í Holuhrauni sést greinilega á hitamynd NASA.Mynd/Jarðvísindastofnun HÍ
Sé hitamyndin stækkuð sést rauður blettur rétt norðan við Vatnajökul en þar er um að ræða eldgosið í Holuhrauni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×