Weezer skemmtiferðasigling innblástur fyrir væntanlega plötu Orri Freyr Rúnarsson skrifar 1. september 2014 00:00 Hljómsveitin Weezer hefur nú gefið út að skemmtiferðasiglingin sem sveitin fór í fyrr á árinu hafi verið einn aðalinnblásturinn fyrir væntanlega plötu frá hljómsveitinni. En hún ákvað að halda svokallaða Weezer skemmtiferðasiglingu þar sem að sveitin hélt tónleika um borð í skemmtiferðaskipi sem sigldi um heimshöfin. Rivers Coumo, söngvari Weezer, sagði að þeir hefðu haft afar gott af því að sigla um í fimm daga umkringdir aðdáendum. Breska rokksveitin Royal Blood sló þriggja ára gamalt sölumet í vikunni þegar að frumburður þeirra seldist í 66 þús eintökum í Bretlandi og fór beint á topp breska vinsældarlistans. En þrjú ár eru síðan að fyrsta plata rokksveitar seldist jafn hratt í Bretlandi en það var þegar að Noel Gallagher gaf út sína fyrstu sólóplötu.Courtney Love hefur sagt að sjálfsævisaga hennar sé hreinasta hörmung en bókin átti að koma út á síðasta ári en hefur þó ekki enn litið dagsins ljós. Love sagði að hún hefði í raun aldrei haft áhuga á að gefa út bók og það væri mögulega ein ástæða þess að verkefnið gengi svona hægt. En bókin hefur engu að síður fengið nafnið „The Girl With the Most Cake“ og fjallar um ævi Courtney Love til ársins 2006 en að hennar sögn vill hún ekkert fjalla um líf sitt eftir þann tíma.Vísir/GettyInterpol söngvarinn Paul Banks hefur nú slegið á þær langlífu sögusagnir að allar hljómsveitir sem spruttu upp í New York um 2000 hafi verið hálfgerðar vinasveitir og sagði hann t.d. að Interpol hefðu ávallt litið á The Strokes sem samkeppnisaðila frekar en vini. Banks sagðist ekki þekkja meðlimi The Strokes persónulega og hafi hann ávallt haft áhyggjur af því að The Strokes myndu verða þekktari en hans eigin hljómsveit. Hann sagði þó að honum væri alls ekki illa við þá, en þeir hefðu aldrei verið vinir og hann hefði lengi velt því fyrir sér í upphafi ferils beggja hljómsveita hverjir það væru eiginlega sem kæmu frá sömu borg og Interpol en gerðu svona flotta tónlist. Líkti hann svo New York senunni við internet bóluna, allir væru að reyna að koma sér á framfæri og hefðu því litið á hljómsveitir frá sömu borg sem samkeppni frekar en vini. Stórsöngvarinn Robert Plant hefur nú kvartað undan því að plötur Led Zeppelin séu aðgengilegar á Spotify útaf lélegum hljómgæðum. Plant segist ávallt hafa lagt mikið upp úr því að öll tónlist sem hann gefi út hljómi vel og aðdáendur heyri lögin í bestu mögulegu gæðunum. Því hafi hann ekki verið ánægður þegar að Zeppelin plöturnar voru gerðar aðgengilegar á Spotify í desember á síðasta ári þar sem að forritið biði ekki upp á nægjanlega góð hljómgæði. Harmageddon Mest lesið Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Sannleikurinn: Engar konur í byrjunarliðinu gegn Króatíu Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon
Hljómsveitin Weezer hefur nú gefið út að skemmtiferðasiglingin sem sveitin fór í fyrr á árinu hafi verið einn aðalinnblásturinn fyrir væntanlega plötu frá hljómsveitinni. En hún ákvað að halda svokallaða Weezer skemmtiferðasiglingu þar sem að sveitin hélt tónleika um borð í skemmtiferðaskipi sem sigldi um heimshöfin. Rivers Coumo, söngvari Weezer, sagði að þeir hefðu haft afar gott af því að sigla um í fimm daga umkringdir aðdáendum. Breska rokksveitin Royal Blood sló þriggja ára gamalt sölumet í vikunni þegar að frumburður þeirra seldist í 66 þús eintökum í Bretlandi og fór beint á topp breska vinsældarlistans. En þrjú ár eru síðan að fyrsta plata rokksveitar seldist jafn hratt í Bretlandi en það var þegar að Noel Gallagher gaf út sína fyrstu sólóplötu.Courtney Love hefur sagt að sjálfsævisaga hennar sé hreinasta hörmung en bókin átti að koma út á síðasta ári en hefur þó ekki enn litið dagsins ljós. Love sagði að hún hefði í raun aldrei haft áhuga á að gefa út bók og það væri mögulega ein ástæða þess að verkefnið gengi svona hægt. En bókin hefur engu að síður fengið nafnið „The Girl With the Most Cake“ og fjallar um ævi Courtney Love til ársins 2006 en að hennar sögn vill hún ekkert fjalla um líf sitt eftir þann tíma.Vísir/GettyInterpol söngvarinn Paul Banks hefur nú slegið á þær langlífu sögusagnir að allar hljómsveitir sem spruttu upp í New York um 2000 hafi verið hálfgerðar vinasveitir og sagði hann t.d. að Interpol hefðu ávallt litið á The Strokes sem samkeppnisaðila frekar en vini. Banks sagðist ekki þekkja meðlimi The Strokes persónulega og hafi hann ávallt haft áhyggjur af því að The Strokes myndu verða þekktari en hans eigin hljómsveit. Hann sagði þó að honum væri alls ekki illa við þá, en þeir hefðu aldrei verið vinir og hann hefði lengi velt því fyrir sér í upphafi ferils beggja hljómsveita hverjir það væru eiginlega sem kæmu frá sömu borg og Interpol en gerðu svona flotta tónlist. Líkti hann svo New York senunni við internet bóluna, allir væru að reyna að koma sér á framfæri og hefðu því litið á hljómsveitir frá sömu borg sem samkeppni frekar en vini. Stórsöngvarinn Robert Plant hefur nú kvartað undan því að plötur Led Zeppelin séu aðgengilegar á Spotify útaf lélegum hljómgæðum. Plant segist ávallt hafa lagt mikið upp úr því að öll tónlist sem hann gefi út hljómi vel og aðdáendur heyri lögin í bestu mögulegu gæðunum. Því hafi hann ekki verið ánægður þegar að Zeppelin plöturnar voru gerðar aðgengilegar á Spotify í desember á síðasta ári þar sem að forritið biði ekki upp á nægjanlega góð hljómgæði.
Harmageddon Mest lesið Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Sannleikurinn: Engar konur í byrjunarliðinu gegn Króatíu Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon