Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2014 16:36 Litla-hraun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri Kolbeinssyni, sem ákærður er fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn í fangelsinu við Litla-Hraun í maí á síðasta ári, fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik. Hann segir sér hafa borist hótanir frá Baldri eftir árásina. „Baldur kom til mín og spurði hvort ég ætlaði að draga kæruna til baka. Ég sagðist ekki vera búinn að ákveða það. Þá sagði hann: „Ef þú dregur ekki kæruna til baka þá skal ég sjá til þess að þú fáir ekkert út úr málinu og ég skal ganga frá þér. Hvort sem það er ég eða einhver annar“. Ég lét fangaverðina vita því þetta var hótun,“ segir hann og bætir við: „Ég er dæmdur kynferðisbrotamaður og við verðum fyrir miklu aðkasti. Ég hef ekki átt í neinum samskiptum við Baldur en hann sagði við mig: „Hvenær ætlaru að hengja þig? Hvenær ætlaru að hengja þig?“ Fangavörður sagði í vitnaleiðslum í dag að kynferðisbrotamenn í fangelsinu yrðu oft fyrir miklu aðkasti og því þyrfti að fylgjast sérstaklega með þeim. Þegar árásin hafi átt sér stað hafi ekkert óeðlilegt verið í gangi, báðir hefðu þeir setið á sitthvorum bekknum án nokkurra orðaskipta. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá sautján ára aldri. Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn honum vegna árásar á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson, í september á síðasta ári og vegna innbrots í heimahús í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Fangelsismál Tengdar fréttir Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri Kolbeinssyni, sem ákærður er fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn í fangelsinu við Litla-Hraun í maí á síðasta ári, fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik. Hann segir sér hafa borist hótanir frá Baldri eftir árásina. „Baldur kom til mín og spurði hvort ég ætlaði að draga kæruna til baka. Ég sagðist ekki vera búinn að ákveða það. Þá sagði hann: „Ef þú dregur ekki kæruna til baka þá skal ég sjá til þess að þú fáir ekkert út úr málinu og ég skal ganga frá þér. Hvort sem það er ég eða einhver annar“. Ég lét fangaverðina vita því þetta var hótun,“ segir hann og bætir við: „Ég er dæmdur kynferðisbrotamaður og við verðum fyrir miklu aðkasti. Ég hef ekki átt í neinum samskiptum við Baldur en hann sagði við mig: „Hvenær ætlaru að hengja þig? Hvenær ætlaru að hengja þig?“ Fangavörður sagði í vitnaleiðslum í dag að kynferðisbrotamenn í fangelsinu yrðu oft fyrir miklu aðkasti og því þyrfti að fylgjast sérstaklega með þeim. Þegar árásin hafi átt sér stað hafi ekkert óeðlilegt verið í gangi, báðir hefðu þeir setið á sitthvorum bekknum án nokkurra orðaskipta. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá sautján ára aldri. Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn honum vegna árásar á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson, í september á síðasta ári og vegna innbrots í heimahús í Kópavogi í febrúar síðastliðnum.
Fangelsismál Tengdar fréttir Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05