Hvað á nýja eldstöðin að heita? Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2014 21:13 Ýmsar tillögur hafa komið upp varðandi mögulegt heiti á nýju eldstöðinni. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, varpaði fram ýmsum hugmyndum og spurði hvort nú ætti að kalla þetta Holuhrauns- eða Holuelda. Hann nefndi að mögulega væri hægt að tengja eldstöðina við landnámsmanninn Bárð þar sem hraunið væri runnið undan Bárðarbungu. Þá kom gosið upp skammt undan Dyngjujökli og ekki langt frá Dyngjuvatni. „Gætu þetta verið Dyngjueldar og Dyngjuhraun? Hraunið er líka farið að flæða yfir svæði sem kallast Flæður. Gætu Flæðurnar orðið rót að nafni? Svo gæti kannski einhverjum dottið í hug hvort minnast mætti Apollo-geimfaranna sem þarna æfðu tunglferðir. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem fylgdi Neil Armstrong og félögum um Öskjusvæðið, gaf gili þarna nafnið Nautagil, - ekki vegna nautgripa, heldur vegna þess að þar voru astronaut. En þarna er líka Drekagil og Ármann Höskuldsson líkti gossprungunni í gær við glóandi Dreka. Kannski er þetta eldspúandi Drekinn. Það mætti kenna eldstöðina við hann." Fréttastofa hvatti almenning til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og eldunum og hafa fjölmargar tillögur borist. Flestir leggja til Drekahraun og þá vilja einnig fjölmargir kalla það Bárðarhraun. Meðal annarra tillagna má nefna Dómsdyngju, Bunguelda, Bárðarvoða, Drekaflæður, Holubungu, Skjálftahraun, Holuflæður, Míluelda, Drekahryggi, Flæðanda, Drekaborg, Fáfniselda, Urðardyngju, Þorleifsgíga, Drekakamb, Heljarhraun, Berggangshraun, Dyngjuhraun, Flæðahraun, Lekahraun, Gosa og Kristjánshraun. Fréttastofa hvetur almenning til að halda áfram að senda tillögur á netfangið frettir@stod2.is. Bárðarbunga Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Ýmsar tillögur hafa komið upp varðandi mögulegt heiti á nýju eldstöðinni. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, varpaði fram ýmsum hugmyndum og spurði hvort nú ætti að kalla þetta Holuhrauns- eða Holuelda. Hann nefndi að mögulega væri hægt að tengja eldstöðina við landnámsmanninn Bárð þar sem hraunið væri runnið undan Bárðarbungu. Þá kom gosið upp skammt undan Dyngjujökli og ekki langt frá Dyngjuvatni. „Gætu þetta verið Dyngjueldar og Dyngjuhraun? Hraunið er líka farið að flæða yfir svæði sem kallast Flæður. Gætu Flæðurnar orðið rót að nafni? Svo gæti kannski einhverjum dottið í hug hvort minnast mætti Apollo-geimfaranna sem þarna æfðu tunglferðir. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem fylgdi Neil Armstrong og félögum um Öskjusvæðið, gaf gili þarna nafnið Nautagil, - ekki vegna nautgripa, heldur vegna þess að þar voru astronaut. En þarna er líka Drekagil og Ármann Höskuldsson líkti gossprungunni í gær við glóandi Dreka. Kannski er þetta eldspúandi Drekinn. Það mætti kenna eldstöðina við hann." Fréttastofa hvatti almenning til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og eldunum og hafa fjölmargar tillögur borist. Flestir leggja til Drekahraun og þá vilja einnig fjölmargir kalla það Bárðarhraun. Meðal annarra tillagna má nefna Dómsdyngju, Bunguelda, Bárðarvoða, Drekaflæður, Holubungu, Skjálftahraun, Holuflæður, Míluelda, Drekahryggi, Flæðanda, Drekaborg, Fáfniselda, Urðardyngju, Þorleifsgíga, Drekakamb, Heljarhraun, Berggangshraun, Dyngjuhraun, Flæðahraun, Lekahraun, Gosa og Kristjánshraun. Fréttastofa hvetur almenning til að halda áfram að senda tillögur á netfangið frettir@stod2.is.
Bárðarbunga Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira