Andlitslyfting á Toyota Yaris Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2014 14:00 Skemmtileg breyting á framenda Yaris. Einn alvinsælasti bíll undanfarinna ára er Toyota Yaris og mjög stór hópur bílkaupenda eru sem áskrifendur á þessum endingargóða og áreiðanlega bíl. Því telst það til frétta þegar ný gerð hans kemur til landsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu bílsins, en engu að síður hefur talsvert breyst nú í Yaris.Gerbreyttur og fallegur framendi Útlitslega er stærsta breytingin á framenda bílsins og er það verulega vel heppnuð breyting, hann er allur sportlegri og grimmari. Reyndar svipar framendi hans mjög til gerbreytts framenda Toyota Aygo bílsins sem kemur brátt af nýrri kynslóð. Framendi beggja bílanna er með X-laga formi sem reyndar er enn meira afgerandi á Aygo og umfram allt mjög laglegt á þeim báðum. Aðalljós Yaris hafa breyst, hliðarspeglar, afturljós og afturstuðari. Þá er nú komið í Yaris Touch 2 margmiðlunarkerfi með 7 tommu skjá.Margt nýtt að innanverðu Einnig hafa verið gerðir jákvæðar breytingar á innréttingunni og er hann sem fyrr einkar snyrtilegur og stílhreinn án íburðar. Hvernig mætti annað vera fyrir ódýran bíl. Yaris eigendur munu ekki þekkja hið nýja mælaborð sem í nýjum Yaris er og fer þar einnig góð breyting með stórum mælum. Toyota hefur einnig breytt afturfjöðrun bílsins til góðs og er hann fyrir vikið sportlegri í akstri. Hann stendur ögn lægra á vegi og bæði framendinn og afturstuðarinn eru lægri en í forveranum og fyrir það verður hann sportlegri útlits en það gæti komið niður á akstri hans í snjó. Engin breyting er þó í vélbúnaði bílsins en áfram um heilmikið úrval véla að ræða. Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent
Einn alvinsælasti bíll undanfarinna ára er Toyota Yaris og mjög stór hópur bílkaupenda eru sem áskrifendur á þessum endingargóða og áreiðanlega bíl. Því telst það til frétta þegar ný gerð hans kemur til landsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu bílsins, en engu að síður hefur talsvert breyst nú í Yaris.Gerbreyttur og fallegur framendi Útlitslega er stærsta breytingin á framenda bílsins og er það verulega vel heppnuð breyting, hann er allur sportlegri og grimmari. Reyndar svipar framendi hans mjög til gerbreytts framenda Toyota Aygo bílsins sem kemur brátt af nýrri kynslóð. Framendi beggja bílanna er með X-laga formi sem reyndar er enn meira afgerandi á Aygo og umfram allt mjög laglegt á þeim báðum. Aðalljós Yaris hafa breyst, hliðarspeglar, afturljós og afturstuðari. Þá er nú komið í Yaris Touch 2 margmiðlunarkerfi með 7 tommu skjá.Margt nýtt að innanverðu Einnig hafa verið gerðir jákvæðar breytingar á innréttingunni og er hann sem fyrr einkar snyrtilegur og stílhreinn án íburðar. Hvernig mætti annað vera fyrir ódýran bíl. Yaris eigendur munu ekki þekkja hið nýja mælaborð sem í nýjum Yaris er og fer þar einnig góð breyting með stórum mælum. Toyota hefur einnig breytt afturfjöðrun bílsins til góðs og er hann fyrir vikið sportlegri í akstri. Hann stendur ögn lægra á vegi og bæði framendinn og afturstuðarinn eru lægri en í forveranum og fyrir það verður hann sportlegri útlits en það gæti komið niður á akstri hans í snjó. Engin breyting er þó í vélbúnaði bílsins en áfram um heilmikið úrval véla að ræða.
Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent