Fjölhæfur Mercedes Benz V-Class mættur Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2014 16:30 Mercedes Benz V-Class. Þeir beinlínis sprautast útúr verksmiðjum Mercedes Benz nýju bílarnir og einn þeirra hefur náð að ströndum landsins. Það er einn af stærra taginu, þ.e. fjölnota bíll sem við fyrstu sýn lítur út fyrir að vera sendibíll með gluggum á hliðunum. Þar fer þó úlfur í sauðagæru því þarna fer afar vandaður bíll með flotta innréttingu. Hann er að auki fjári laglegur að utan. V-Class er bíll sem fá má í feykimörgum útfærslum. Hann rúmar marga og hægt er að fá hann 6, 7, eða 8 manna. Ef hann er 6 manna eru fjórir stakir og fallegir snúningsstólar aftur í honum en ef hann er 8 manna eru tveir þriggja manna bekkir í bílnum. Þannig munu leigubílstjórar væntanlega velja bílinn og er þá kominn góður kostur fyrir þá leigubílstjóra sem vilja hafa þann kost að geta tekið marga farþega.Brautarkerfi tryggir fjölhæfni Brautarkerfi með hraðlosunarbúnaði er fyrir sætin sem eru fyrir aftan framsætin og því má á örskotsstundu breyta bílnum í heilmikinn flutningabíl, annaðhvort með því að renna sætunum fram eða taka þau hreinlega úr bílnum. Aðeins ein vél er í boði, 2,2 lítra disilvél, en fæst í 3 útfærslum, 136, 163, og 190 hestafla. Greinarritari prófað nýjan V-Class nýverið með 163 hestafla vélinni og er hann merkilega sprækur með henni. Að auki er þessi stóri bíll eins og fólksbíll í akstri og svo lipur að hver sem er getur ekið honum. Hann kemur með 7 gíra Tronic Plus sjálfskiptingu.Troðfullur af búnaði Margt var það sem vakti aðdáun, ekki síst hversu vel bíllinn er búinn tæknibúnaði og hversu falleg innrétting hans er. Auk þess er sætisfyrirkomulagið og fjölhæfnin sem af því hlýst magnað. Seinna meir mun þessi bíll bjóðast sem húsbíll og er þá fullbúinn með haganlegri innréttingu, lyftanlegu þaki, eldunaraðstöðu, borði og rúmi fyrir tvo. Slíkur bíll ætti að höfða til fólks sem annars hefur kosið að eiga pallhús sem sett eru á pallbíla. Mikið er af akstursöryggiskerfum í bílnum og má þar nefna blindsvæðisvara, akgreinavara, fjarlægðarskynjara, 360 gráðu myndavél og Pre Safe öryggiskerfi sem verndar farþega þegar líkur eru á árekstri. Hægt er að fá hrikalega flotta innréttingu í bílinn.Hinn fegursti bíll frá Mercedes Benz. Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent
Þeir beinlínis sprautast útúr verksmiðjum Mercedes Benz nýju bílarnir og einn þeirra hefur náð að ströndum landsins. Það er einn af stærra taginu, þ.e. fjölnota bíll sem við fyrstu sýn lítur út fyrir að vera sendibíll með gluggum á hliðunum. Þar fer þó úlfur í sauðagæru því þarna fer afar vandaður bíll með flotta innréttingu. Hann er að auki fjári laglegur að utan. V-Class er bíll sem fá má í feykimörgum útfærslum. Hann rúmar marga og hægt er að fá hann 6, 7, eða 8 manna. Ef hann er 6 manna eru fjórir stakir og fallegir snúningsstólar aftur í honum en ef hann er 8 manna eru tveir þriggja manna bekkir í bílnum. Þannig munu leigubílstjórar væntanlega velja bílinn og er þá kominn góður kostur fyrir þá leigubílstjóra sem vilja hafa þann kost að geta tekið marga farþega.Brautarkerfi tryggir fjölhæfni Brautarkerfi með hraðlosunarbúnaði er fyrir sætin sem eru fyrir aftan framsætin og því má á örskotsstundu breyta bílnum í heilmikinn flutningabíl, annaðhvort með því að renna sætunum fram eða taka þau hreinlega úr bílnum. Aðeins ein vél er í boði, 2,2 lítra disilvél, en fæst í 3 útfærslum, 136, 163, og 190 hestafla. Greinarritari prófað nýjan V-Class nýverið með 163 hestafla vélinni og er hann merkilega sprækur með henni. Að auki er þessi stóri bíll eins og fólksbíll í akstri og svo lipur að hver sem er getur ekið honum. Hann kemur með 7 gíra Tronic Plus sjálfskiptingu.Troðfullur af búnaði Margt var það sem vakti aðdáun, ekki síst hversu vel bíllinn er búinn tæknibúnaði og hversu falleg innrétting hans er. Auk þess er sætisfyrirkomulagið og fjölhæfnin sem af því hlýst magnað. Seinna meir mun þessi bíll bjóðast sem húsbíll og er þá fullbúinn með haganlegri innréttingu, lyftanlegu þaki, eldunaraðstöðu, borði og rúmi fyrir tvo. Slíkur bíll ætti að höfða til fólks sem annars hefur kosið að eiga pallhús sem sett eru á pallbíla. Mikið er af akstursöryggiskerfum í bílnum og má þar nefna blindsvæðisvara, akgreinavara, fjarlægðarskynjara, 360 gráðu myndavél og Pre Safe öryggiskerfi sem verndar farþega þegar líkur eru á árekstri. Hægt er að fá hrikalega flotta innréttingu í bílinn.Hinn fegursti bíll frá Mercedes Benz.
Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent