McGinley: Erfitt að skilja Donald eftir heima Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2014 22:30 Paul McGinley tilkynnti lið Evrópu í dag. vísir/getty Paul McGinley, fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, tilkynnti í dag evrópska liðið og um leið þá þrjá kylfinga sem hann valdi með fyrirliðavalréttinum. McGinley valdi Englendingana Lee Westwood, sem hefur verið að spila mun betur upp á síðkastið, og IanPoulter auk Skotans StephensGallachers sem er nýliði. Gallacher hafnaði í þriðja sæti á opna ítalska meistaramótinu um helgina sem McGinley sagði á blaðamannafundi í dag hafa farið langt með að tryggja honum sætið. Gallacher hefði hirt síðasta sjálfkrafa sætið í evrópska liðinu af Norður-Íranum GraemeMcDowell hefði hann náð öðru sæti á mótinu og því fannst fyrirliðanum hann eiga það skilið að þreyta frumraun sína að þessu sinni. Þetta allt saman þýddi að McGinley þurfti að skilja Englendinginn LukeDonald eftir heima, en hann hefur verið einn besti kylfingurinn í Ryder-bikarnum undanfarin ár. Donald var í sigurliði Evrópu á Medinha-vellinum fyrir tveimur árum og hefur unnið 10,5 stig af 15 mögulegum síðan hann tók fyrst þátt árið 2004.Luke Donald horfir á Ryder-bikarinn í sjónvarpinu.vísir/gettyDonald hefur aftur á móti átt skelfilegt ár og aðeins hafnað á meðal 35 efstu einu sinni á síðustu níu mótum sem hann hefur tekið þátt í. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir margra hluta sakir,“ sagði McGinley um ástæðu þess að hann valdi ekki Donald í liðið. „Samband mitt við Luke er mjög náið. Hann hefur spilað í öllum Ryder-bikurum sem ég hef tekið þátt í nema árið 2008 þegar við vorum hvorugir með. Við vorum saman í liði bæði 20024 og 2006 og ég var svo varafyrirliði liðsnis 2010 og 2012.“ „Árangur hans í Ryder-bikarnum talar fyrir sig sjálfur og ég velkist ekki í vafa um að hann eigi eftir að keppa oft í honum. Þetta var erfið ákvörðun, en ég varð að taka hana með velferð evrópska liðsins í huga,“ sagði Paul McGinley.Ryder-bikarinn fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi 26.-28. september og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið í öruggum sigri Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Paul McGinley, fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, tilkynnti í dag evrópska liðið og um leið þá þrjá kylfinga sem hann valdi með fyrirliðavalréttinum. McGinley valdi Englendingana Lee Westwood, sem hefur verið að spila mun betur upp á síðkastið, og IanPoulter auk Skotans StephensGallachers sem er nýliði. Gallacher hafnaði í þriðja sæti á opna ítalska meistaramótinu um helgina sem McGinley sagði á blaðamannafundi í dag hafa farið langt með að tryggja honum sætið. Gallacher hefði hirt síðasta sjálfkrafa sætið í evrópska liðinu af Norður-Íranum GraemeMcDowell hefði hann náð öðru sæti á mótinu og því fannst fyrirliðanum hann eiga það skilið að þreyta frumraun sína að þessu sinni. Þetta allt saman þýddi að McGinley þurfti að skilja Englendinginn LukeDonald eftir heima, en hann hefur verið einn besti kylfingurinn í Ryder-bikarnum undanfarin ár. Donald var í sigurliði Evrópu á Medinha-vellinum fyrir tveimur árum og hefur unnið 10,5 stig af 15 mögulegum síðan hann tók fyrst þátt árið 2004.Luke Donald horfir á Ryder-bikarinn í sjónvarpinu.vísir/gettyDonald hefur aftur á móti átt skelfilegt ár og aðeins hafnað á meðal 35 efstu einu sinni á síðustu níu mótum sem hann hefur tekið þátt í. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir margra hluta sakir,“ sagði McGinley um ástæðu þess að hann valdi ekki Donald í liðið. „Samband mitt við Luke er mjög náið. Hann hefur spilað í öllum Ryder-bikurum sem ég hef tekið þátt í nema árið 2008 þegar við vorum hvorugir með. Við vorum saman í liði bæði 20024 og 2006 og ég var svo varafyrirliði liðsnis 2010 og 2012.“ „Árangur hans í Ryder-bikarnum talar fyrir sig sjálfur og ég velkist ekki í vafa um að hann eigi eftir að keppa oft í honum. Þetta var erfið ákvörðun, en ég varð að taka hana með velferð evrópska liðsins í huga,“ sagði Paul McGinley.Ryder-bikarinn fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi 26.-28. september og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið í öruggum sigri Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti