11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2014 17:05 Sylvía með flottann sjóbirting úr Elliðaánum Mynd: Kjartan Lorange Veiðimenn þurfa ekki að hafa langa reynslu eða háan aldur til að hafa veiðidellu á háu stigi og það er fátt eins ánægjulegt og að sjá unga krakka stunda veiði af ákefð. Það er einmitt áhugi og ákefð sem draga Sylvíu Lorange að bakkanum á sumrin enda nýtur hún þess að eiga föður sem er einnig haldinn veiðidellu á háu stigi en faðir hennar er Kjartan Lorange. Þrátt fyrir að vera ekki nema 11 ára gömul hefur hún veitt víða og er hörku dugleg við bakkann. Núna í sumar er hún búin að fara 3 daga í Elliðaárnar, einn í Korpu og tvo daga í sjóbleikju í Hamarsá og Bjarnardalsá og alltaf fengið fisk. 17. ágúst fékk hún fyrstu flugufiskana sína í Korpu 60 sm Sjóbirting og 55 sm lax 19. Í ágúst lenti hún svo í sjóbirtingsveislu í Elliðaánum og landaði 13 birtingum á Breiðunni og úr Sjávarfossi og einum lax, bæði á flugu og maðk. "Betri veiðifélaga er erfitt að finna þar sem sanngirni, gleði og þakklæti fyrir því sem veiðigyðjan skammtar er alltaf í fararbroddi. Þetta á að vera skemmtilegt en ekki of kalt eru hennar einkunnarorð og alltaf fylgir brosið með" segir Kjartan Lorange pabbi Sylvíu. "Stelpur eru ekki síðri veiðimenn en karlmenn og sjá oft hlutina í öðru ljósi en við karldýrin, ég er búinn að læra margt eftir að þessi frábæra stelpa byrjaði að veiða með mér og hún vonandi líka. Fleiri stelpur í sportið okkar, það getur bara batnað við það!" Með fréttinni eru nokkrar flottar myndir af Sylvíu í veiði og það er klárt að við eigum eftir að frétta meira af þessari efnilegu veiðikonu í framtíðinni. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði
Veiðimenn þurfa ekki að hafa langa reynslu eða háan aldur til að hafa veiðidellu á háu stigi og það er fátt eins ánægjulegt og að sjá unga krakka stunda veiði af ákefð. Það er einmitt áhugi og ákefð sem draga Sylvíu Lorange að bakkanum á sumrin enda nýtur hún þess að eiga föður sem er einnig haldinn veiðidellu á háu stigi en faðir hennar er Kjartan Lorange. Þrátt fyrir að vera ekki nema 11 ára gömul hefur hún veitt víða og er hörku dugleg við bakkann. Núna í sumar er hún búin að fara 3 daga í Elliðaárnar, einn í Korpu og tvo daga í sjóbleikju í Hamarsá og Bjarnardalsá og alltaf fengið fisk. 17. ágúst fékk hún fyrstu flugufiskana sína í Korpu 60 sm Sjóbirting og 55 sm lax 19. Í ágúst lenti hún svo í sjóbirtingsveislu í Elliðaánum og landaði 13 birtingum á Breiðunni og úr Sjávarfossi og einum lax, bæði á flugu og maðk. "Betri veiðifélaga er erfitt að finna þar sem sanngirni, gleði og þakklæti fyrir því sem veiðigyðjan skammtar er alltaf í fararbroddi. Þetta á að vera skemmtilegt en ekki of kalt eru hennar einkunnarorð og alltaf fylgir brosið með" segir Kjartan Lorange pabbi Sylvíu. "Stelpur eru ekki síðri veiðimenn en karlmenn og sjá oft hlutina í öðru ljósi en við karldýrin, ég er búinn að læra margt eftir að þessi frábæra stelpa byrjaði að veiða með mér og hún vonandi líka. Fleiri stelpur í sportið okkar, það getur bara batnað við það!" Með fréttinni eru nokkrar flottar myndir af Sylvíu í veiði og það er klárt að við eigum eftir að frétta meira af þessari efnilegu veiðikonu í framtíðinni.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði