Íslenski boltinn

Stjarnan steig stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Valli
Stjarnan steig risastórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 3-1 sigri á Selfoss í kvöld. Stjörnukonum duga fjögur stig úr síðustu þremur leikum tímabilsins til þess að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn.

Aðeins fjórir dagar eru síðan liðin mættust í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli þar sem Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur.

Marta Carissimi kom Stjörnunni yfir í upphafi leiksins en Kristrún Rut Antonsdóttir jafnaði metin skömmu síðar og var staðan jöfn í hálfleik.

Í seinni hálfleik voru Stjörnukonur einfaldlega sterkari og settu tvö mörk sem tryggðu sigurinn. Anna Björk Kristjánsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir eftir korters leik og bætti Írunn Þorbjörg Aradóttir við öðru marki undir lok venjulegs leiktíma.

Stjarnan mætir Þór/KA í næstu umferð og getur verði úrslit í öðrum leikjum liðinu hagstæð tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×