Tveggja Skittles-poka sigur meistaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 10:30 Marshawn Lynch hleypur með boltann í endamarkið. vísir/getty Nýtt tímabil í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hófst í nótt þegar meistarar Seattle Seahawks tóku á móti Green Bay Backers, en báðum liðum er spáð góðu gengi í ár. Meistarar Seahawks sýndu af hverju Vince Lombardi-bikarinn er geymdur í Seattle þetta árið, en þeir litu fáránlega vel út og gjörsamlega straujuðu Packers-liðið, 36-16. Green Bay var yfir eftir fyrsta leikhluta, 7-3, og virtist ætla að stríða Seahawks á heimavelli, en ríkjandi meisturum hefur gengið bölvanlega að vinna í fyrsta leik nýs tímabils undanfarinn áratug. En heimamenn, með hlauparann MarshawnLynch í fantaformi, sneru taflinu við og skoraðu tvö snertimörk í öðrum leikhluta og tvö í þeim síðasta.Russell Wilson var mjög góður í nótt.vísir/gettyHin frábæra vörn liðsins datt einnig almennilega í gang og neyddi gestina meira að segja til að skora sjálfsmark í þriðja leikhluta. Það gekk flest allt upp hjá Seahawks sem virðist líklegt til þess að verja titilinn. Hlauparinn Lynch, sem fær sér gotteríið Skittles eftir hvert snertimark, gat leyft sér tvær lúkur í nótt því hann skoraði tvö snertimörk auk þess sem hann hljóp með boltann 110 metra. Stórleikur hjá manninum sem kallaður er Beast Mode.Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, kláraði 19 sendingar af 28 sem skiluðu 191 kastmetrum og tveimur snertimörkum. Hinn magnaði AronRodgers, kollegi hans í Green Bay-liðinu, kláraði 23 sendingar af 33 sem skiluðu 189 metrum og einu snertimarki. Sóknarleikur Green Bay var varla til staðar þökk sé frábærri vörn heimamanna, en þeir James Starks og Eddy Lacy hlupu samtals ekki nema 71 metra í 19 tilraunum. Fyrsta leikvika heldur áfram á sunnudag og klárast aðfaranótt þriðjudags.Myndbönd frá NFL.com:Marshawn Lynch í stuðiSjálfsmark hjá Green BaySeahawks kemst inn í sendingu Rodgers NFL Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Nýtt tímabil í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hófst í nótt þegar meistarar Seattle Seahawks tóku á móti Green Bay Backers, en báðum liðum er spáð góðu gengi í ár. Meistarar Seahawks sýndu af hverju Vince Lombardi-bikarinn er geymdur í Seattle þetta árið, en þeir litu fáránlega vel út og gjörsamlega straujuðu Packers-liðið, 36-16. Green Bay var yfir eftir fyrsta leikhluta, 7-3, og virtist ætla að stríða Seahawks á heimavelli, en ríkjandi meisturum hefur gengið bölvanlega að vinna í fyrsta leik nýs tímabils undanfarinn áratug. En heimamenn, með hlauparann MarshawnLynch í fantaformi, sneru taflinu við og skoraðu tvö snertimörk í öðrum leikhluta og tvö í þeim síðasta.Russell Wilson var mjög góður í nótt.vísir/gettyHin frábæra vörn liðsins datt einnig almennilega í gang og neyddi gestina meira að segja til að skora sjálfsmark í þriðja leikhluta. Það gekk flest allt upp hjá Seahawks sem virðist líklegt til þess að verja titilinn. Hlauparinn Lynch, sem fær sér gotteríið Skittles eftir hvert snertimark, gat leyft sér tvær lúkur í nótt því hann skoraði tvö snertimörk auk þess sem hann hljóp með boltann 110 metra. Stórleikur hjá manninum sem kallaður er Beast Mode.Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, kláraði 19 sendingar af 28 sem skiluðu 191 kastmetrum og tveimur snertimörkum. Hinn magnaði AronRodgers, kollegi hans í Green Bay-liðinu, kláraði 23 sendingar af 33 sem skiluðu 189 metrum og einu snertimarki. Sóknarleikur Green Bay var varla til staðar þökk sé frábærri vörn heimamanna, en þeir James Starks og Eddy Lacy hlupu samtals ekki nema 71 metra í 19 tilraunum. Fyrsta leikvika heldur áfram á sunnudag og klárast aðfaranótt þriðjudags.Myndbönd frá NFL.com:Marshawn Lynch í stuðiSjálfsmark hjá Green BaySeahawks kemst inn í sendingu Rodgers
NFL Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira