Óvænt tap hjá New England Patriots | Öll úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. september 2014 09:00 Lamar Miller fagnar snertimarki sínu í sigrinum á New England Patriots í gær. Vísir/Getty New England Patriots tapaði nokkuð óvænt gegn Miami Dolphins í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær þrátt fyrir að hafa verið 20-10 yfir í hálfleik á Sunlife-vellinum í Miami. NFL-deildin fór af stað síðasta fimmtudag þegar ríkjandi meistararnir, Seattle Seahawks unnu sannfærandi sigur á Green Bay Packers á heimavelli. Það voru alls þrettán leikir á dagskrá í gær en umferðinni lýkur í nótt þegar Detroit Lions tekur á móti New York Giants og leik Arizona Cardinals og San Diego Chargers. Hlutirnir byrjuðu vel fyrir Tom Brady og félaga í Patriots en þeir komust í 20-10 undir lok fyrri hálfleiksins. Það var hinsvegar allt annað Miami lið sem kom út í seinni hálfleik en heimamenn höfðu betur 23-0 í seinni hálfleik og unnu að lokum 33-20 sigur. Þetta var í fyrsta sinn í ellefu ár sem Patriots tapa fyrsta leik tímabilsins. Boðið var upp á háspennu í Atlanta þar sem nágrannaslagur fór fram þegar Atlanta Falcons tók á móti New Orleans Saints. Liðin skiptust á að ná forskotinu í fjórða leikhluta þangað til Matt Bryant, sparkari Atlanta jafnaði metin með vallarmarki þegar leikklukkan rann út. Bryant varð síðan hetja liðsins í framlengingu þegar hann skoraði annað vallarmark sem tryggði liðinu 37-34 sigur. Í Denver mætti Peyton Manning sínum gömlu félögum í Indianapolis Colts og fékk Peyton sannkallaða draumabyrjun en Denver komst í 24-0 um miðbik annars leikhluta. Leikmenn Colts voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í sjö stig í stöðunni 24-31 en lengra komust þeir ekki. Með sigrinum varð Peyton Manning aðeins annar leikstjórnandinn í sögu deildarinnar sem hefur unnið sigur á öllum liðum deildarinnar á eftir hinum goðsagnarkennda Brett Favre. Þá varð Houston Texans við áfalli í gær í 17-6 sigri á Washington Redskins en nýliðinn Jadeveon Clowney fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og missir líklegast af næstu 4-6 leikjum. Clowney sem er varnarmaður var valinn með fyrsta valrétt af Texans í nýliðanvalinu í vor.Fortíð og framtíð Indianapolis Colts.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Atlanta Falcons 37-34 New Orleans Saints Baltimore Ravens 16-23 Cincinnati Bengals Chicago Bears 20-23 Buffalo Bills Houston Texans 17-6 Washington Redskins Kansas City Chiefs 10-26 Tennessee Titans Miami Dolphins 33-20 New England Patriots Philadelphia Eagles 34-17 Jacksonville Jaguars New York Jets 19-14 Oakland Raiders Pittsburgh Steelers 30-27 Cleveland Browns ST Louis Rams 6-34 Minnesota Vikings Dallas Cowboys 17-28 San Fransisco 49ers Tampa Ba Buccaneers 14-20 Carolina Panthers Denver Broncos 31-24 Indianapolis ColtsVernon Davis átti flottan leik í öruggum sigri á Dallas Cowboys í gær.Vísir/GettyMyndbönd af NFL.com:Öll snertimörk gærdagsinsJulius Thomas var frábær í gærFrábært snertimark hjá Cordarrelle Patterson NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira
New England Patriots tapaði nokkuð óvænt gegn Miami Dolphins í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær þrátt fyrir að hafa verið 20-10 yfir í hálfleik á Sunlife-vellinum í Miami. NFL-deildin fór af stað síðasta fimmtudag þegar ríkjandi meistararnir, Seattle Seahawks unnu sannfærandi sigur á Green Bay Packers á heimavelli. Það voru alls þrettán leikir á dagskrá í gær en umferðinni lýkur í nótt þegar Detroit Lions tekur á móti New York Giants og leik Arizona Cardinals og San Diego Chargers. Hlutirnir byrjuðu vel fyrir Tom Brady og félaga í Patriots en þeir komust í 20-10 undir lok fyrri hálfleiksins. Það var hinsvegar allt annað Miami lið sem kom út í seinni hálfleik en heimamenn höfðu betur 23-0 í seinni hálfleik og unnu að lokum 33-20 sigur. Þetta var í fyrsta sinn í ellefu ár sem Patriots tapa fyrsta leik tímabilsins. Boðið var upp á háspennu í Atlanta þar sem nágrannaslagur fór fram þegar Atlanta Falcons tók á móti New Orleans Saints. Liðin skiptust á að ná forskotinu í fjórða leikhluta þangað til Matt Bryant, sparkari Atlanta jafnaði metin með vallarmarki þegar leikklukkan rann út. Bryant varð síðan hetja liðsins í framlengingu þegar hann skoraði annað vallarmark sem tryggði liðinu 37-34 sigur. Í Denver mætti Peyton Manning sínum gömlu félögum í Indianapolis Colts og fékk Peyton sannkallaða draumabyrjun en Denver komst í 24-0 um miðbik annars leikhluta. Leikmenn Colts voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í sjö stig í stöðunni 24-31 en lengra komust þeir ekki. Með sigrinum varð Peyton Manning aðeins annar leikstjórnandinn í sögu deildarinnar sem hefur unnið sigur á öllum liðum deildarinnar á eftir hinum goðsagnarkennda Brett Favre. Þá varð Houston Texans við áfalli í gær í 17-6 sigri á Washington Redskins en nýliðinn Jadeveon Clowney fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og missir líklegast af næstu 4-6 leikjum. Clowney sem er varnarmaður var valinn með fyrsta valrétt af Texans í nýliðanvalinu í vor.Fortíð og framtíð Indianapolis Colts.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Atlanta Falcons 37-34 New Orleans Saints Baltimore Ravens 16-23 Cincinnati Bengals Chicago Bears 20-23 Buffalo Bills Houston Texans 17-6 Washington Redskins Kansas City Chiefs 10-26 Tennessee Titans Miami Dolphins 33-20 New England Patriots Philadelphia Eagles 34-17 Jacksonville Jaguars New York Jets 19-14 Oakland Raiders Pittsburgh Steelers 30-27 Cleveland Browns ST Louis Rams 6-34 Minnesota Vikings Dallas Cowboys 17-28 San Fransisco 49ers Tampa Ba Buccaneers 14-20 Carolina Panthers Denver Broncos 31-24 Indianapolis ColtsVernon Davis átti flottan leik í öruggum sigri á Dallas Cowboys í gær.Vísir/GettyMyndbönd af NFL.com:Öll snertimörk gærdagsinsJulius Thomas var frábær í gærFrábært snertimark hjá Cordarrelle Patterson
NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira