Lions vann sannfærandi sigur á Giants | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2014 09:30 Joseph Fauria teygir sig eftir sendingu frá Matthew Stafford. Vísir/Getty Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í gær með tveimur leikjum. Detroit Lions vann sannfærandi sigur á New York Giants og þá náði Arizona Cardinals að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn San Diego Chargers. Detroit Lions var ekki lengi að ná öruggu forskoti á Ford-vellinum í Detroit og tóku sömu vandamál sig upp hjá New York Giants og í fyrra en leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastaði boltanum tvisvar í hendur varnarmanna Detroit Lions í leiknum.Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions og Calvin Johnson, útherji liðsins skiluðu tveimur snertimörkum í fyrsta leikhluta leiksins sem settu tóninn. Gestirnir frá New York náðu að saxa á forskot Detroit í öðrum leikhluta en Detroit setti aftur í gír í þriðja leikhluta og gekk frá leiknum. Mikilvægur sigur hjá Detroit en liðið var töluvert spurningarmerki fyrir leik gærkvöldsins eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum á síðasta tímabili og misst af sæti í úrslitakeppninni.Leikmenn Arizona Cardinals fagna snertimarki John Brown,Vísir/GettyÍ Arizona tóku heimamenn í Arizona Cardinals á móti San Diego Chargers. Arizona náði að snúa taflinu við í fjórða leikhluta eftir að hafa verið ellefu stigum undir eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur liðanna gekk illa í fyrstu tveimur leikhlutunum og var staðan 6-3 fyrir Arizona eftir fyrri hálfleikinn eftir þrjú vallarmörk. Í þriðja leikhluta vaknaði sóknarleikur gestanna frá San Diego til lífsins og skoruðu þeir tvö snertimörk í leikhlutanum. Fjórði leikhluti var hinsvegar eign Arizona Cardinals. Stepfan Taylor skoraði snertimark í upphafi leikhlutans og skyndilega var munurinn kominn niður í fimm stig áður en nýliðinn John Brown skoraði snertimark þegar tvær mínútur voru til leiksloka sem tryggði Cardinals sigurinn.Myndbönd af NFL.comCalvin Johnson var frábær í gærSigur snertimark Arizona CardinalsFrábær varnarleikur hjá Detroit LionsÞað var hart barist í Arizona.Vísir/getty NFL Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í gær með tveimur leikjum. Detroit Lions vann sannfærandi sigur á New York Giants og þá náði Arizona Cardinals að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn San Diego Chargers. Detroit Lions var ekki lengi að ná öruggu forskoti á Ford-vellinum í Detroit og tóku sömu vandamál sig upp hjá New York Giants og í fyrra en leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastaði boltanum tvisvar í hendur varnarmanna Detroit Lions í leiknum.Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions og Calvin Johnson, útherji liðsins skiluðu tveimur snertimörkum í fyrsta leikhluta leiksins sem settu tóninn. Gestirnir frá New York náðu að saxa á forskot Detroit í öðrum leikhluta en Detroit setti aftur í gír í þriðja leikhluta og gekk frá leiknum. Mikilvægur sigur hjá Detroit en liðið var töluvert spurningarmerki fyrir leik gærkvöldsins eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum á síðasta tímabili og misst af sæti í úrslitakeppninni.Leikmenn Arizona Cardinals fagna snertimarki John Brown,Vísir/GettyÍ Arizona tóku heimamenn í Arizona Cardinals á móti San Diego Chargers. Arizona náði að snúa taflinu við í fjórða leikhluta eftir að hafa verið ellefu stigum undir eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur liðanna gekk illa í fyrstu tveimur leikhlutunum og var staðan 6-3 fyrir Arizona eftir fyrri hálfleikinn eftir þrjú vallarmörk. Í þriðja leikhluta vaknaði sóknarleikur gestanna frá San Diego til lífsins og skoruðu þeir tvö snertimörk í leikhlutanum. Fjórði leikhluti var hinsvegar eign Arizona Cardinals. Stepfan Taylor skoraði snertimark í upphafi leikhlutans og skyndilega var munurinn kominn niður í fimm stig áður en nýliðinn John Brown skoraði snertimark þegar tvær mínútur voru til leiksloka sem tryggði Cardinals sigurinn.Myndbönd af NFL.comCalvin Johnson var frábær í gærSigur snertimark Arizona CardinalsFrábær varnarleikur hjá Detroit LionsÞað var hart barist í Arizona.Vísir/getty
NFL Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira