Lions vann sannfærandi sigur á Giants | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2014 09:30 Joseph Fauria teygir sig eftir sendingu frá Matthew Stafford. Vísir/Getty Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í gær með tveimur leikjum. Detroit Lions vann sannfærandi sigur á New York Giants og þá náði Arizona Cardinals að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn San Diego Chargers. Detroit Lions var ekki lengi að ná öruggu forskoti á Ford-vellinum í Detroit og tóku sömu vandamál sig upp hjá New York Giants og í fyrra en leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastaði boltanum tvisvar í hendur varnarmanna Detroit Lions í leiknum.Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions og Calvin Johnson, útherji liðsins skiluðu tveimur snertimörkum í fyrsta leikhluta leiksins sem settu tóninn. Gestirnir frá New York náðu að saxa á forskot Detroit í öðrum leikhluta en Detroit setti aftur í gír í þriðja leikhluta og gekk frá leiknum. Mikilvægur sigur hjá Detroit en liðið var töluvert spurningarmerki fyrir leik gærkvöldsins eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum á síðasta tímabili og misst af sæti í úrslitakeppninni.Leikmenn Arizona Cardinals fagna snertimarki John Brown,Vísir/GettyÍ Arizona tóku heimamenn í Arizona Cardinals á móti San Diego Chargers. Arizona náði að snúa taflinu við í fjórða leikhluta eftir að hafa verið ellefu stigum undir eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur liðanna gekk illa í fyrstu tveimur leikhlutunum og var staðan 6-3 fyrir Arizona eftir fyrri hálfleikinn eftir þrjú vallarmörk. Í þriðja leikhluta vaknaði sóknarleikur gestanna frá San Diego til lífsins og skoruðu þeir tvö snertimörk í leikhlutanum. Fjórði leikhluti var hinsvegar eign Arizona Cardinals. Stepfan Taylor skoraði snertimark í upphafi leikhlutans og skyndilega var munurinn kominn niður í fimm stig áður en nýliðinn John Brown skoraði snertimark þegar tvær mínútur voru til leiksloka sem tryggði Cardinals sigurinn.Myndbönd af NFL.comCalvin Johnson var frábær í gærSigur snertimark Arizona CardinalsFrábær varnarleikur hjá Detroit LionsÞað var hart barist í Arizona.Vísir/getty NFL Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í gær með tveimur leikjum. Detroit Lions vann sannfærandi sigur á New York Giants og þá náði Arizona Cardinals að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn San Diego Chargers. Detroit Lions var ekki lengi að ná öruggu forskoti á Ford-vellinum í Detroit og tóku sömu vandamál sig upp hjá New York Giants og í fyrra en leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastaði boltanum tvisvar í hendur varnarmanna Detroit Lions í leiknum.Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions og Calvin Johnson, útherji liðsins skiluðu tveimur snertimörkum í fyrsta leikhluta leiksins sem settu tóninn. Gestirnir frá New York náðu að saxa á forskot Detroit í öðrum leikhluta en Detroit setti aftur í gír í þriðja leikhluta og gekk frá leiknum. Mikilvægur sigur hjá Detroit en liðið var töluvert spurningarmerki fyrir leik gærkvöldsins eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum á síðasta tímabili og misst af sæti í úrslitakeppninni.Leikmenn Arizona Cardinals fagna snertimarki John Brown,Vísir/GettyÍ Arizona tóku heimamenn í Arizona Cardinals á móti San Diego Chargers. Arizona náði að snúa taflinu við í fjórða leikhluta eftir að hafa verið ellefu stigum undir eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur liðanna gekk illa í fyrstu tveimur leikhlutunum og var staðan 6-3 fyrir Arizona eftir fyrri hálfleikinn eftir þrjú vallarmörk. Í þriðja leikhluta vaknaði sóknarleikur gestanna frá San Diego til lífsins og skoruðu þeir tvö snertimörk í leikhlutanum. Fjórði leikhluti var hinsvegar eign Arizona Cardinals. Stepfan Taylor skoraði snertimark í upphafi leikhlutans og skyndilega var munurinn kominn niður í fimm stig áður en nýliðinn John Brown skoraði snertimark þegar tvær mínútur voru til leiksloka sem tryggði Cardinals sigurinn.Myndbönd af NFL.comCalvin Johnson var frábær í gærSigur snertimark Arizona CardinalsFrábær varnarleikur hjá Detroit LionsÞað var hart barist í Arizona.Vísir/getty
NFL Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira