Watson: Bandaríska liðið verður að komast aftur á sigurbraut Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. september 2014 23:30 Tom Watson. Vísir/Getty Fyrirliði bandaríska liðsins í Ryder-bikarnum, Tom Watson, telur að sínir menn verði að hefna fyrir ófarir liðsins fyrir tveimur árum á Medinah vellinum í Chicago. Þá höfðu Evrópumenn betur eftir ótrúlegan endasprett eftir að Bandaríkjamann fóru með fjögurra stiga forystu inn í lokakeppnisdaginn. Tom Watson nýtur gríðarlegrar virðingar í golfheiminum en telur að sínir menn verði að svara fyrir sig á Gleneagles vellinum í Skotlandi þar sem keppnin fer fram í lok mánaðarins. Evrópa hefur unnið fimm af síðustu sex keppnum. „Bandaríska liðið verður að komast aftur á sigurbraut. Ósigurinn á Medinah ætti ennþá að sitja í leikmönnum,“ segir Watson. Hinn 65 ára gamli Watson stýrði liði Bandaríkjanna til sigurs árið 1993 á Belfry-vellinum í Írlandi. Hann var ólmur í að endurtaka leikinn. „Þegar ég fékk símtalið fyrir tveimur árum þá sagði ég við sjálfan mig að ég væri búinn að bíða eftir þessu símtali í 20 ár,“ segir Watson. Watson teflir fram þremur nýliðum í Ryder-bikarnum í ár. Hinn ungi Jordan Spieth leikur í fyrsta sinn í liði Bandaríkjanna og sömu sögu er að segja af þeim Patrick Reed og Jimmy Walker. Watson á ærið verkefni fyrir höndum enda eru flestir golfsérfræðingar sammála um að lið Evrópu sé sigurstranglegra á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fyrirliði bandaríska liðsins í Ryder-bikarnum, Tom Watson, telur að sínir menn verði að hefna fyrir ófarir liðsins fyrir tveimur árum á Medinah vellinum í Chicago. Þá höfðu Evrópumenn betur eftir ótrúlegan endasprett eftir að Bandaríkjamann fóru með fjögurra stiga forystu inn í lokakeppnisdaginn. Tom Watson nýtur gríðarlegrar virðingar í golfheiminum en telur að sínir menn verði að svara fyrir sig á Gleneagles vellinum í Skotlandi þar sem keppnin fer fram í lok mánaðarins. Evrópa hefur unnið fimm af síðustu sex keppnum. „Bandaríska liðið verður að komast aftur á sigurbraut. Ósigurinn á Medinah ætti ennþá að sitja í leikmönnum,“ segir Watson. Hinn 65 ára gamli Watson stýrði liði Bandaríkjanna til sigurs árið 1993 á Belfry-vellinum í Írlandi. Hann var ólmur í að endurtaka leikinn. „Þegar ég fékk símtalið fyrir tveimur árum þá sagði ég við sjálfan mig að ég væri búinn að bíða eftir þessu símtali í 20 ár,“ segir Watson. Watson teflir fram þremur nýliðum í Ryder-bikarnum í ár. Hinn ungi Jordan Spieth leikur í fyrsta sinn í liði Bandaríkjanna og sömu sögu er að segja af þeim Patrick Reed og Jimmy Walker. Watson á ærið verkefni fyrir höndum enda eru flestir golfsérfræðingar sammála um að lið Evrópu sé sigurstranglegra á Gleneagles vellinum í Skotlandi.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira