Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2014 21:48 Fjárlagafrumvarpið er ekki líklegt til þess að auðvelda gerð kjarasamninga nú í haust að mati hagfræðings Alþýðusambandsins. Lægstu tekjuhóparnir eyði mun hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en hæst launuðu hóparnir og því bitni hækkun virisaukaskatts á matvæli mest á þeim lægst launuðu. Fyrir utan breytingar á virðisaukaskattskerfinu er ein stærsta breyting skattamála á næsta ári að auðleggðarskatturinn, sem lagður hefur verið á eignamestu einstaklinga þjóðfélagsins undanfarin ár, verður lagður af. En hann skilaði ríkissjóði 10,5 milljörðum króna á þessu ári. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nær ríkissjóður að auka nettótekjur sínar um þrjá milljarða króna á móti þessum horfnu tekjum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir og þar á bæ er þrýst á verulegar launahækkanir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins segir þessar breytingar koma verst við þá tekjulægstu.Sýnist þér að þessar breytingar muni auðvelda gerð kjarasamninga í haust? „Ég er hræddur um að þetta gæti þvælst fyrir okkur við gerð kjarasamninga. Þegar við greinum hópana, þ.e.a.s. tekjuhópana og hvernig þetta hittir menn fyrir, óttumst við að tekjulægstu hóparnir muni koma nokkuð illa út úr þessu. Við erum að sjá það að að tekjulægsta tíundin í samfélaginu er að verja tvöfalt meira af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvælum en tekjuhæsta tíundin,“ segir Ólafur Darri. En á sama tíma og þeir tekjuhæstu eyði um 10 prósentum að ráðstöfunartekjum sínum í mat, fari um 21 prósent tekna tekjulægsta hópsins til matarinnkaupa. Þessi staðreynd geti því gert samninga erfiða. Stjórnendur fyrirtækja hafa tekið sér mun meiri launahækkanir en almennir kjarasamningar gáfu launafólki og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið meiri hækkanir. Ólafur Darri segir frumvarpið gera ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. „Og gangi það eftir verður snúið að koma saman kjarasamningum og það er ekki að sjá að þetta frumvarp sé mikið innlegg í að slá á verðbólgu. Það er því líklegt að Seðlabankinn verði skilinn einn eftir á vaktinni við að berjast gegn verðbólgu. Það mun þýða að vestir verða hærri hér en ella þannig að því leiti gætu samingar orðið svolítið snúnir,“ segir Ólafur Darri Andrason. Fjárlög Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið er ekki líklegt til þess að auðvelda gerð kjarasamninga nú í haust að mati hagfræðings Alþýðusambandsins. Lægstu tekjuhóparnir eyði mun hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en hæst launuðu hóparnir og því bitni hækkun virisaukaskatts á matvæli mest á þeim lægst launuðu. Fyrir utan breytingar á virðisaukaskattskerfinu er ein stærsta breyting skattamála á næsta ári að auðleggðarskatturinn, sem lagður hefur verið á eignamestu einstaklinga þjóðfélagsins undanfarin ár, verður lagður af. En hann skilaði ríkissjóði 10,5 milljörðum króna á þessu ári. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nær ríkissjóður að auka nettótekjur sínar um þrjá milljarða króna á móti þessum horfnu tekjum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir og þar á bæ er þrýst á verulegar launahækkanir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins segir þessar breytingar koma verst við þá tekjulægstu.Sýnist þér að þessar breytingar muni auðvelda gerð kjarasamninga í haust? „Ég er hræddur um að þetta gæti þvælst fyrir okkur við gerð kjarasamninga. Þegar við greinum hópana, þ.e.a.s. tekjuhópana og hvernig þetta hittir menn fyrir, óttumst við að tekjulægstu hóparnir muni koma nokkuð illa út úr þessu. Við erum að sjá það að að tekjulægsta tíundin í samfélaginu er að verja tvöfalt meira af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvælum en tekjuhæsta tíundin,“ segir Ólafur Darri. En á sama tíma og þeir tekjuhæstu eyði um 10 prósentum að ráðstöfunartekjum sínum í mat, fari um 21 prósent tekna tekjulægsta hópsins til matarinnkaupa. Þessi staðreynd geti því gert samninga erfiða. Stjórnendur fyrirtækja hafa tekið sér mun meiri launahækkanir en almennir kjarasamningar gáfu launafólki og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið meiri hækkanir. Ólafur Darri segir frumvarpið gera ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. „Og gangi það eftir verður snúið að koma saman kjarasamningum og það er ekki að sjá að þetta frumvarp sé mikið innlegg í að slá á verðbólgu. Það er því líklegt að Seðlabankinn verði skilinn einn eftir á vaktinni við að berjast gegn verðbólgu. Það mun þýða að vestir verða hærri hér en ella þannig að því leiti gætu samingar orðið svolítið snúnir,“ segir Ólafur Darri Andrason.
Fjárlög Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira