Stærra gos en síðast Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2014 07:37 „Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson í samtali við Vísi. Ármann var á svæðinu við Holuhraun í morgun ásamt öðrum jarðvísindamönnum.Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Holuhrauni úr vefmyndavél Mílu í spilaranum hér fyrir ofan. „Hér er náttúrulega gliðnunarhrina í gangi og því verða gosin stærri og stærri,“ segir Ármann. Hann segir sprunguna ná allt að kílómeter lengra til norðurs, en sú sem myndaðist á föstudaginn. Upprunalega var talið að gosið væri minna en það sem átti sér stað á föstudaginn en svo virðist ekki vera. Mikill vindur er á svæðinu og moldrok veldur því að erfitt er að sjá sprunguna í heild. Ármann náði þó nokkrum mögnuðum myndum sem sjá má hér að neðan. Veðurstofan hefur sett viðbúnað vegna flugs aftur á rautt vegna gossins sem nú er í Holuhrauni við Bárðarbungu. Hættustig almannavarna er enn í gildi og að svo stöddu hefur ekki þótt ástæða til að breyta því samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Uppfært 08:28 Samkvæmt grófu mati jarðvísindamanna er sprungan um einn og hálfur kílómetri að lengd og ná hæstu hraunstrókarnir allt að sextíu metra hæð. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.Uppfært 12:30 Magnús Tumi Guðmundsson segir gosið í dag margfalt stærra en það sem varð aðfaranótt föstudags. Það sé svipað að stærð og Kröflueldar. Nánar um það hér. Þá segir Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði sem staðsett er nærri gosinu, það sérstaklega fallegt hraungos. Nánar um það hér.Uppfært 13:00 Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: -Hraungos hófst í Holuhrauni, líklega upp úr kl. 04 í nótt, á sama stað og gaus fyrir tveimur dögum. Sprungan virist vera uþb. 1,5 km löng. Tekið var eftir því á vefmyndavél Mílu um 05:51. Færri skjálftar fylgja gosinu en því fyrra, en meira hraun kemur upp. -Hraunstraumurinn var uþb 1 km breiður og um 3 km langur til norðausturs um kl. 07:30. Hraunið er talið nokkurra metra þykkt og flæðið var að líkindum um 1000 m3 á sek. -Skjálftavirkni hefur verið lítil á gossvæðinu. Um 500 skjálftar hafa mælst á svæðinu, sá stærsti 3,8 í Bárðarbunguöskjunni. Óveður á svæðinu gerir það að verkum að minni skjálftar greinast verr. -GPS-mælingar sýna áframhaldandi gliðnun á svæðinu norðan Dyngjujökuls. Gasbólstrar rísa frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð. -Veðurskilyrði gera erfitt að fylgjast með gosinu en vísindamenn eru á staðnum og nota hvert tækifæri til þess að afla upplýsinga um kviku- og gas útstreymi -Athugað verður hvort hægt er að fljúga yfir gosstöðvarnar síðar í dag en veður hamlar flugi í augnablikinu. Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er rauður fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Aviation color for #Bardarbunga has been changed to RED http://t.co/hKNDgJphRO pic.twitter.com/eSgNuu5TAg— Bárðarbunga Volcano (@Bardarbunga_IS) August 31, 2014 Bárðarbunga Tengdar fréttir Meiri líkur á eldgosi í Bárðarbungu Gosið sem varð í Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku var margfalt stærra en gosið sem varð í gær. Þrír stórir jarðskjálftar mældust í nótt og er nú talið mun líklegra en áður að eldgos hefjist í Bárðarbungu. 30. ágúst 2014 20:08 Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21 Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09 Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31 „Þetta er aktívt gos“ Þetta er rólegt gos akkúrat núna, segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð. 29. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson í samtali við Vísi. Ármann var á svæðinu við Holuhraun í morgun ásamt öðrum jarðvísindamönnum.Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Holuhrauni úr vefmyndavél Mílu í spilaranum hér fyrir ofan. „Hér er náttúrulega gliðnunarhrina í gangi og því verða gosin stærri og stærri,“ segir Ármann. Hann segir sprunguna ná allt að kílómeter lengra til norðurs, en sú sem myndaðist á föstudaginn. Upprunalega var talið að gosið væri minna en það sem átti sér stað á föstudaginn en svo virðist ekki vera. Mikill vindur er á svæðinu og moldrok veldur því að erfitt er að sjá sprunguna í heild. Ármann náði þó nokkrum mögnuðum myndum sem sjá má hér að neðan. Veðurstofan hefur sett viðbúnað vegna flugs aftur á rautt vegna gossins sem nú er í Holuhrauni við Bárðarbungu. Hættustig almannavarna er enn í gildi og að svo stöddu hefur ekki þótt ástæða til að breyta því samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Uppfært 08:28 Samkvæmt grófu mati jarðvísindamanna er sprungan um einn og hálfur kílómetri að lengd og ná hæstu hraunstrókarnir allt að sextíu metra hæð. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.Uppfært 12:30 Magnús Tumi Guðmundsson segir gosið í dag margfalt stærra en það sem varð aðfaranótt föstudags. Það sé svipað að stærð og Kröflueldar. Nánar um það hér. Þá segir Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði sem staðsett er nærri gosinu, það sérstaklega fallegt hraungos. Nánar um það hér.Uppfært 13:00 Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: -Hraungos hófst í Holuhrauni, líklega upp úr kl. 04 í nótt, á sama stað og gaus fyrir tveimur dögum. Sprungan virist vera uþb. 1,5 km löng. Tekið var eftir því á vefmyndavél Mílu um 05:51. Færri skjálftar fylgja gosinu en því fyrra, en meira hraun kemur upp. -Hraunstraumurinn var uþb 1 km breiður og um 3 km langur til norðausturs um kl. 07:30. Hraunið er talið nokkurra metra þykkt og flæðið var að líkindum um 1000 m3 á sek. -Skjálftavirkni hefur verið lítil á gossvæðinu. Um 500 skjálftar hafa mælst á svæðinu, sá stærsti 3,8 í Bárðarbunguöskjunni. Óveður á svæðinu gerir það að verkum að minni skjálftar greinast verr. -GPS-mælingar sýna áframhaldandi gliðnun á svæðinu norðan Dyngjujökuls. Gasbólstrar rísa frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð. -Veðurskilyrði gera erfitt að fylgjast með gosinu en vísindamenn eru á staðnum og nota hvert tækifæri til þess að afla upplýsinga um kviku- og gas útstreymi -Athugað verður hvort hægt er að fljúga yfir gosstöðvarnar síðar í dag en veður hamlar flugi í augnablikinu. Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er rauður fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Aviation color for #Bardarbunga has been changed to RED http://t.co/hKNDgJphRO pic.twitter.com/eSgNuu5TAg— Bárðarbunga Volcano (@Bardarbunga_IS) August 31, 2014
Bárðarbunga Tengdar fréttir Meiri líkur á eldgosi í Bárðarbungu Gosið sem varð í Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku var margfalt stærra en gosið sem varð í gær. Þrír stórir jarðskjálftar mældust í nótt og er nú talið mun líklegra en áður að eldgos hefjist í Bárðarbungu. 30. ágúst 2014 20:08 Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21 Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09 Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31 „Þetta er aktívt gos“ Þetta er rólegt gos akkúrat núna, segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð. 29. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Meiri líkur á eldgosi í Bárðarbungu Gosið sem varð í Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku var margfalt stærra en gosið sem varð í gær. Þrír stórir jarðskjálftar mældust í nótt og er nú talið mun líklegra en áður að eldgos hefjist í Bárðarbungu. 30. ágúst 2014 20:08
Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21
Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09
Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31
„Þetta er aktívt gos“ Þetta er rólegt gos akkúrat núna, segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð. 29. ágúst 2014 09:00