Ólafur Björn tekur þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2014 10:15 Ólafur Björn á Íslandsmótinu í höggleik fyrr í sumar. Vísir/Daníel Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr NK, verður meðal þátttakenda á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í haust. Fyrsti hluti þess fer fram í Frakklandi og hefst mótið 23. september. Ólafur lék á sama velli í fyrra og bar hann vellinum vel söguna á Facebook-síðu sinni ásamt því að skrifa stuttan pistil um haustið. „Eftir dágóðar vangaveltur ákvað ég að einblína eingöngu á úrtökumótin í Evrópu í ár. Ég lenti í smá álagsmeiðslum á úlnlið í fyrra sem hafði mikil áhrif á æfingar og keppni á versta tíma. Úlniðurinn minnti aðeins á sig fyrir skömmu og með hjálp frá Gauta Grétars hef ég haldið þessu í skefjum. Úrtökumótin austanhafs fá núna mína fulla athygli og á sama tíma get ég stjórnað álaginu í aðdraganda mótsins.“ Þá staðfesti Ólafur að hann myndi taka þátt í Nordic Golf League næstu vikurnar. „Ég er mættur til Linköping í Svíþjóð og á morgun hefst Landeryd Masters. Á leiðinni til Svíþjóðar stoppaði ég í nokkra daga í London og keppti í móti á Jamega Pro Tour, aðeins til að hrista helstu rokspilamennskuna úr mér. Ég lék á 72 (+1) og 71 (E) höggum og endaði jafn í 11. sæti af 60 keppendum, 5 höggum frá efsta sætinu. Þrátt fyrir að það hafi vantað svolítið upp á spilamennskuna í mótinu átti ég ágæta spretti. Ég endaði með krafti í fyrradag, tvo undir á seinni 9 holunum og ég vippaði ofan í holu á síðustu brautinni til þess að fá útborgað. Þetta var flott upphitun fyrir mótið um helgina. Ég á rástíma klukkan 13.50 á morgun.“ Post by Olafur Loftsson. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr NK, verður meðal þátttakenda á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í haust. Fyrsti hluti þess fer fram í Frakklandi og hefst mótið 23. september. Ólafur lék á sama velli í fyrra og bar hann vellinum vel söguna á Facebook-síðu sinni ásamt því að skrifa stuttan pistil um haustið. „Eftir dágóðar vangaveltur ákvað ég að einblína eingöngu á úrtökumótin í Evrópu í ár. Ég lenti í smá álagsmeiðslum á úlnlið í fyrra sem hafði mikil áhrif á æfingar og keppni á versta tíma. Úlniðurinn minnti aðeins á sig fyrir skömmu og með hjálp frá Gauta Grétars hef ég haldið þessu í skefjum. Úrtökumótin austanhafs fá núna mína fulla athygli og á sama tíma get ég stjórnað álaginu í aðdraganda mótsins.“ Þá staðfesti Ólafur að hann myndi taka þátt í Nordic Golf League næstu vikurnar. „Ég er mættur til Linköping í Svíþjóð og á morgun hefst Landeryd Masters. Á leiðinni til Svíþjóðar stoppaði ég í nokkra daga í London og keppti í móti á Jamega Pro Tour, aðeins til að hrista helstu rokspilamennskuna úr mér. Ég lék á 72 (+1) og 71 (E) höggum og endaði jafn í 11. sæti af 60 keppendum, 5 höggum frá efsta sætinu. Þrátt fyrir að það hafi vantað svolítið upp á spilamennskuna í mótinu átti ég ágæta spretti. Ég endaði með krafti í fyrradag, tvo undir á seinni 9 holunum og ég vippaði ofan í holu á síðustu brautinni til þess að fá útborgað. Þetta var flott upphitun fyrir mótið um helgina. Ég á rástíma klukkan 13.50 á morgun.“ Post by Olafur Loftsson.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira