Hér kemur uppskrift af gómsætum amerískum pönnukökum úr Léttum sprettum sem einfalt er að búa til. Það besta við þessa uppskrift er að hún er bráðholl.
Amerískar pönnukökur
300 g möndlumjöl
1 msk möluð hörfræ
1/2 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
3 egg
180 ml möndlumjólk
2 msk bráðin kókosolía
Setjið þurrefnin saman í skál. Blandið eggjum og mjólk saman í annarri skál og hrærið saman. Bætið kókosolíunni saman við og hrærið saman við þurrefnin. Hitið örlitla kókosolíu á meðalheitri pönnu. Hellið ca 2 msk af deigi á pönnuna og bakið í u.þ.b 2 mínútur á hvorri hlið eða það til að pönnukökurnar hafa bakast í gegn. Endurtakið þar til að deigið er uppurið. Berið fram með hlynsírópi og bláberjum.