Fed-Ex bikarinn hefst í kvöld - Heldur McIlroy uppteknum hætti? 21. ágúst 2014 11:41 Rory McIlroy hefur leikið frábærlega undanfarnar vikur. AP/Getty Spennustigið á PGA-mótaröðinni mun aukast gífurlega á komandi vikum en fyrsta mótið í Fed-Ex bikarnum, Barclays meistaramótið, hefst í dag á Ridgewood vellinum. Þeir 125 kylfingar sem hafa safnað sér flestum Fed-Ex stigum yfir tímabilið á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt um helgina og því eru nánast allir bestu kylfingar heims skráðir til leiks. Í komandi mótum mun þeim síðan fækka jafnt og þétt en aðeins 30 kylfingar fá að taka þátt í lokamótinu sem fram fer á hinum magnaða East lake velli um miðjan september. Verðlaunaféð í Fed-Ex bikarnum er gífurlega hátt en alls er spilað um 35 milljónir dollara eða rúmlega fjóra milljarða króna. Til að setja þetta í samhengi fær sá kylfingur sem endar í 91. sæti á Fed-Ex stigalistanum 80.000 dollara í sinn hlut eða rúmlega 9.3 milljónir króna á meðan að sigurvegarinn fær heilar 10 milljónir dollara eða 1.1 milljarð íslenskra króna. Svíinn Henrik Stenson sigraði Fed-Ex bikarinn í fyrra en Rory McIlroy leiðir stigalistann þetta árið. Það verður áhugavert að sjá hvort að eitthvað stöðvar Norður-Írann unga en hann hefur á undanförnum vikum spilað ótrúlegt golf og unnið tvo risatitla ásamt því að hafa sigrað á Bridgestone heimsmótinu í golfi. Barclays meistaramótið verður sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í dag. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Spennustigið á PGA-mótaröðinni mun aukast gífurlega á komandi vikum en fyrsta mótið í Fed-Ex bikarnum, Barclays meistaramótið, hefst í dag á Ridgewood vellinum. Þeir 125 kylfingar sem hafa safnað sér flestum Fed-Ex stigum yfir tímabilið á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt um helgina og því eru nánast allir bestu kylfingar heims skráðir til leiks. Í komandi mótum mun þeim síðan fækka jafnt og þétt en aðeins 30 kylfingar fá að taka þátt í lokamótinu sem fram fer á hinum magnaða East lake velli um miðjan september. Verðlaunaféð í Fed-Ex bikarnum er gífurlega hátt en alls er spilað um 35 milljónir dollara eða rúmlega fjóra milljarða króna. Til að setja þetta í samhengi fær sá kylfingur sem endar í 91. sæti á Fed-Ex stigalistanum 80.000 dollara í sinn hlut eða rúmlega 9.3 milljónir króna á meðan að sigurvegarinn fær heilar 10 milljónir dollara eða 1.1 milljarð íslenskra króna. Svíinn Henrik Stenson sigraði Fed-Ex bikarinn í fyrra en Rory McIlroy leiðir stigalistann þetta árið. Það verður áhugavert að sjá hvort að eitthvað stöðvar Norður-Írann unga en hann hefur á undanförnum vikum spilað ótrúlegt golf og unnið tvo risatitla ásamt því að hafa sigrað á Bridgestone heimsmótinu í golfi. Barclays meistaramótið verður sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í dag.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira