Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 23:30 Gunnar Nelson er þessa dagana staddur í Stokkhólmi þar sem hann kynnir Fight Night bardagakvöld UFC sem fram fer 4. október. Gunnar berst í aðalbardaga kvöldsins og verður stjarna þess. „Við á Íslandi horfum til Svíþjóðar þegar kemur að mörgum hlutum tengdum blönduðum bardagalistum (MMA). Þið lögleidduð MMA ekki fyrir margt löngu, en það er enn ólöglegt á Íslandi,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í dag. „Faðir minn og samstarfsmenn mínir hafa fylgst með því hvernig MMA vex í Svíþjóð og reynt að gera svipaða hluti því ykkur gengur mjög vel hérna.“ „Það er því mikill heiður fyrir mig að berjast í aðalbardaganum hérna. Ég hef komið hingað margsinnis áður, t.a.m. þegar ég æfði karate. Ég hef alltaf elskað að koma hingað og því er þetta risastórt fyrir mig.“ Gunnari er spáð sigri af veðbönkum, en það er eitthvað sem honum er alveg sama um. „Þetta er eitthvað sem ég einblíni ekki á. Ég veit hverjar líkurnar eru þegar ég stíg inn í búrið. Mér finnst líkurnar hvort sem er alltaf mér í hag. Það er auðvitað ástæða fyrir því að þetta er sett upp, en þetta skiptir mig engu máli,“ sagði hann. Eins og alltaf var hann spurður út í samband sinn við írska bardagakappann ConorMcGregor sem er að sigra UFC-heiminn þessa dagana. „Það virðast allir hafa mikinn áhuga á sambandi mínu við Conor. Það er bara líkamlegt,“ grínaðist Gunnar og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum æft saman í um sex ár,“ bætti hann við.Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, er jafnframt umboðsmaður hans. Gunnar var spurður hvort það væri þægilegt. „Sumir halda því fram að það sé ekki gott að vera með föður sinn í sínu liði. Ég skil það alveg, en þetta virkar fyrir okkur. Fólk talar um það þegar er í kringum okkur að við líkjumst frekar bestu vinum heldur en feðgum. Stundum er þetta erfitt, en við komumst alltaf í gegnum allt og ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi,“ sagði Gunnar Nelson. Allan blaðamannafundinn má sjá í myndbandinu hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00 Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41 Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Gunnar Nelson er þessa dagana staddur í Stokkhólmi þar sem hann kynnir Fight Night bardagakvöld UFC sem fram fer 4. október. Gunnar berst í aðalbardaga kvöldsins og verður stjarna þess. „Við á Íslandi horfum til Svíþjóðar þegar kemur að mörgum hlutum tengdum blönduðum bardagalistum (MMA). Þið lögleidduð MMA ekki fyrir margt löngu, en það er enn ólöglegt á Íslandi,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í dag. „Faðir minn og samstarfsmenn mínir hafa fylgst með því hvernig MMA vex í Svíþjóð og reynt að gera svipaða hluti því ykkur gengur mjög vel hérna.“ „Það er því mikill heiður fyrir mig að berjast í aðalbardaganum hérna. Ég hef komið hingað margsinnis áður, t.a.m. þegar ég æfði karate. Ég hef alltaf elskað að koma hingað og því er þetta risastórt fyrir mig.“ Gunnari er spáð sigri af veðbönkum, en það er eitthvað sem honum er alveg sama um. „Þetta er eitthvað sem ég einblíni ekki á. Ég veit hverjar líkurnar eru þegar ég stíg inn í búrið. Mér finnst líkurnar hvort sem er alltaf mér í hag. Það er auðvitað ástæða fyrir því að þetta er sett upp, en þetta skiptir mig engu máli,“ sagði hann. Eins og alltaf var hann spurður út í samband sinn við írska bardagakappann ConorMcGregor sem er að sigra UFC-heiminn þessa dagana. „Það virðast allir hafa mikinn áhuga á sambandi mínu við Conor. Það er bara líkamlegt,“ grínaðist Gunnar og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum æft saman í um sex ár,“ bætti hann við.Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, er jafnframt umboðsmaður hans. Gunnar var spurður hvort það væri þægilegt. „Sumir halda því fram að það sé ekki gott að vera með föður sinn í sínu liði. Ég skil það alveg, en þetta virkar fyrir okkur. Fólk talar um það þegar er í kringum okkur að við líkjumst frekar bestu vinum heldur en feðgum. Stundum er þetta erfitt, en við komumst alltaf í gegnum allt og ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi,“ sagði Gunnar Nelson. Allan blaðamannafundinn má sjá í myndbandinu hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00 Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41 Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00
Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17
Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41
Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15
Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56