Bandarískur nýliði ekur í Spa Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2014 13:04 Alexander Rossi verður í fyrsta skipti undir stýri í Formúlu 1 um helgina. Í fyrsta skipti frá árinu 2007 verður bandarískur ökumaður undir stýri á Formúlu 1 bíl þegar kappaksturinn í Spa í Belgíu verður ræstur um helgina. Það er hinn 22 ára Alexander Rossi sem mun aka fyrir Marussia liðið. Hann leysir Max Chilton af hólmi en ekki er ljóst hvort það verði til frambúðar. Alexander Rossi er vonarglæta Bandaríkjamanna í þessum þekktasta kappakstri heims en hlutur Bandaríkjamanna hefur verið æði rýr í Formúlu 1 á síðustu árum, eða í raun áratugum. Þessi umskipti á ökumönnum hjá Marussia liðinu er mjög óvænt og engar fréttir eru af því af hverju Max Chilton ekur ekki fyrir liðið um helgina. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent
Í fyrsta skipti frá árinu 2007 verður bandarískur ökumaður undir stýri á Formúlu 1 bíl þegar kappaksturinn í Spa í Belgíu verður ræstur um helgina. Það er hinn 22 ára Alexander Rossi sem mun aka fyrir Marussia liðið. Hann leysir Max Chilton af hólmi en ekki er ljóst hvort það verði til frambúðar. Alexander Rossi er vonarglæta Bandaríkjamanna í þessum þekktasta kappakstri heims en hlutur Bandaríkjamanna hefur verið æði rýr í Formúlu 1 á síðustu árum, eða í raun áratugum. Þessi umskipti á ökumönnum hjá Marussia liðinu er mjög óvænt og engar fréttir eru af því af hverju Max Chilton ekur ekki fyrir liðið um helgina.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent