Púlsinn 22.ágúst 2014 Orri Freyr Rúnarsson skrifar 22. ágúst 2014 14:11 Josh Radnor, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Ted Mosby í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother er greinilega hrifinn af tónlistarmanninum Júníusi Meyvant en leikarinn setti lagið Color Decay á twitter síðu sína í gær en um 564 þús manns fylgja Radnor á Twitter og því ljóst að um gríðarlega kynningu er um að ræða fyrir Júníus Meyvant. Í gær var tilkynnt að sænska hljómsveitin The Knife muni koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár og ekki nóg með það heldur verða það einnig síðustu tónleikar hljómsveitarinnar sem áætla að hætta eftir að þessari hljómleikaferð lýkur. Það er því ljóst að það mikil eftirvænting ríkja eftir tónleikum The Knife á Iceland Airwaves.vísir/gettyÍ gær var nýr trailer fyrir sjónvarpsþættina Sonic Highways sýndur en þættirnir fjalla um gerð væntanlegrar plötu frá Foo Fighters auk þess að fara yfir tónlistarsögu Bandaríkjanna. Í trailernum má einnig heyra brot úr væntanlegu lagi frá Foo Fighters. Fjölmargir þekktir tónlistarmenn munu koma fram í þættinum og má þar nefna Josh Homme úr Queens of the Stone Age, Slash, Willie Nelson, Dan Auerbach úr The Black Keys og einnig tekur Dave Grohl viðtal við Barack Obama. En fyrsti þáttur verður sýndur á HBO sjónvarpsstöðinni þann 17.október næstkomandi. Á morgun verður boðið upp á eina mestu tónlistarveislu ársins þegar að Menningarnæturtónleikar X977 og Bar 11 fara fram. Að venju verða tónleikarnir í portinu á bakvið Bar 11 og hefjast herlegheitin klukkan 14:00. Þær hljómsveitir sem koma fram á tónleikunum í ár eru Kaleo, Sólstafir, Dimma, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur, Víó, Úlfur Úlfur, Art is Dead, Endless Dark og Major Pink. Airwaves Harmageddon Mest lesið Anna Tara ekki lengur á lausu Harmageddon „Besta veganesti sem hægt er að gefa barni að biðja með því“ Harmageddon Búið að tilkynna um fyrstu hljómsveitirnar á Iceland Airwaves 2015 Harmageddon Gítarleikari INXS missti puttann í slysi Harmageddon Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon
Josh Radnor, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Ted Mosby í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother er greinilega hrifinn af tónlistarmanninum Júníusi Meyvant en leikarinn setti lagið Color Decay á twitter síðu sína í gær en um 564 þús manns fylgja Radnor á Twitter og því ljóst að um gríðarlega kynningu er um að ræða fyrir Júníus Meyvant. Í gær var tilkynnt að sænska hljómsveitin The Knife muni koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár og ekki nóg með það heldur verða það einnig síðustu tónleikar hljómsveitarinnar sem áætla að hætta eftir að þessari hljómleikaferð lýkur. Það er því ljóst að það mikil eftirvænting ríkja eftir tónleikum The Knife á Iceland Airwaves.vísir/gettyÍ gær var nýr trailer fyrir sjónvarpsþættina Sonic Highways sýndur en þættirnir fjalla um gerð væntanlegrar plötu frá Foo Fighters auk þess að fara yfir tónlistarsögu Bandaríkjanna. Í trailernum má einnig heyra brot úr væntanlegu lagi frá Foo Fighters. Fjölmargir þekktir tónlistarmenn munu koma fram í þættinum og má þar nefna Josh Homme úr Queens of the Stone Age, Slash, Willie Nelson, Dan Auerbach úr The Black Keys og einnig tekur Dave Grohl viðtal við Barack Obama. En fyrsti þáttur verður sýndur á HBO sjónvarpsstöðinni þann 17.október næstkomandi. Á morgun verður boðið upp á eina mestu tónlistarveislu ársins þegar að Menningarnæturtónleikar X977 og Bar 11 fara fram. Að venju verða tónleikarnir í portinu á bakvið Bar 11 og hefjast herlegheitin klukkan 14:00. Þær hljómsveitir sem koma fram á tónleikunum í ár eru Kaleo, Sólstafir, Dimma, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur, Víó, Úlfur Úlfur, Art is Dead, Endless Dark og Major Pink.
Airwaves Harmageddon Mest lesið Anna Tara ekki lengur á lausu Harmageddon „Besta veganesti sem hægt er að gefa barni að biðja með því“ Harmageddon Búið að tilkynna um fyrstu hljómsveitirnar á Iceland Airwaves 2015 Harmageddon Gítarleikari INXS missti puttann í slysi Harmageddon Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon