Heilsubætandi áhrif þess að skola munninn með olíu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 16:00 Vísir/Getty Olíumunnskolun eða oil pulling er ævaforn aðferð til þess að hreinsa tennur og munn af eiturefnum og bakteríum. Tennurnar verða hvítari ef munnurinn er skolaður reglulega með olíu og er þessi aðferð talin hafa ýmis heilsubætandi áhrif. Ekki eru til neinar rannsóknir sem staðfesta það en hún er sögð geta hjálpað til við mígreni, hormónavandamál, andremmu, astma og hreinsun lifrarinnar. Best er að nota þessa aðferð á morgnanna áður en nokkuð er borðað eða drukkið. Hægt er að nota annaðhvort lífræna kaldpressaða kókosolíu eða sesamolíu. Tími er sagður skipta öllu máli þegar munnurinn er skolaður með olíu. Best er að hafa olíuna í 20 mínútur, en það er hægt að byrja á 5 mínútum og vinna sig upp í tíma á meðan aðferðin venst.Leiðbeiningar:1. Settu teskeið af þeirri olíu sem þú kýst í munninn og láttu hana bráðna í munninum. 2. Skolaðu munninn í 20 mínútur með olíunni, veltu henni um í munninum. 3. Spýttu út olíunni í klósettið og sturtaðu strax niður. Kókosolía harðnar þegar hún kælist og getur því stíflað vaskinn. 4. Skolaðu munninn með volgu vatni. Heilsa Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið
Olíumunnskolun eða oil pulling er ævaforn aðferð til þess að hreinsa tennur og munn af eiturefnum og bakteríum. Tennurnar verða hvítari ef munnurinn er skolaður reglulega með olíu og er þessi aðferð talin hafa ýmis heilsubætandi áhrif. Ekki eru til neinar rannsóknir sem staðfesta það en hún er sögð geta hjálpað til við mígreni, hormónavandamál, andremmu, astma og hreinsun lifrarinnar. Best er að nota þessa aðferð á morgnanna áður en nokkuð er borðað eða drukkið. Hægt er að nota annaðhvort lífræna kaldpressaða kókosolíu eða sesamolíu. Tími er sagður skipta öllu máli þegar munnurinn er skolaður með olíu. Best er að hafa olíuna í 20 mínútur, en það er hægt að byrja á 5 mínútum og vinna sig upp í tíma á meðan aðferðin venst.Leiðbeiningar:1. Settu teskeið af þeirri olíu sem þú kýst í munninn og láttu hana bráðna í munninum. 2. Skolaðu munninn í 20 mínútur með olíunni, veltu henni um í munninum. 3. Spýttu út olíunni í klósettið og sturtaðu strax niður. Kókosolía harðnar þegar hún kælist og getur því stíflað vaskinn. 4. Skolaðu munninn með volgu vatni.
Heilsa Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið