Biggi lögga í einni hressustu strætóferð sögunnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. ágúst 2014 16:22 Biggi lögga og glöðu farþegarnir. Biggi lögga hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum að undanförnu og hefur nú birt nýtt myndband þar sem hann er þátttakandi í einni hressustu strætóferð sögunnar. Myndbandið birtist á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er til þess að hvetja fólk til þess að taka strætó í miðbæinn á Menningarnótt sem fer fram á laugardagskvöld. Myndbandið endar á skemmtilegan hátt. Lesendur geta horft á myndbandið hér að neðan. Með því birti lögreglan tíu atriði til að hafa í huga á Menningarnótt:1. Brosum eins mikið og við getum.2. Tökum strætó. Það kostar ekkert og er miklu þægilegra. Án gríns.3. Ef við komum á bíl skulum við leggja í bílastæði. Sá fyrsti sem ákveður að leggja upp á einhverjum grasbala er ekki gæddur neinum töfrum sem munu breyta grasbalanum í bílastæði fyrir alla hina. Leyfum honum bara að fá sína sekt í friði og finnum alvöru bílastæði.4. Ekki pirrast út af lokununum. Þær eru fyrir okkur. Ef þær væru ekki, þá fyrst færi allt í rugl. Lokanirnar eru líka risastórt öryggisatriði. Það er frábært. Húrra fyrir lokunum!5. Syngjum við hvert tækifæri.6. Menningarnótt er fjölskylduskemmtun af dýrari gerðinni. Notum tækifærið og komum saman í miðbæinn, verum saman allan tímann og förum saman. Syngjandi í strætó.7. Ekki vera þessi fulli sem fjölskyldurnar taka stóran sveig framhjá. Það er ekki töff.8. Ekki pirrast út í þá sem eru að vinna við lokanirnar. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína. Heilsum þeim frekar og gefum þeim „high five“. Þeir væru pottþétt alveg til í að vera á röltinu með sinni fjölskyldu.9. Búum til góðar minninga fyrir okkur sjálf og jákvæðar fréttir af menningarnóttinni.10. Skemmtum okkur ótrúlega vel. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Bárðarbunga Bigga löggu ratar í belgíska miðla Kennslumyndband Birgis Arnar Guðjónssonar, þar sem hann kennir útlendingum að bera fram nafn Bárðarbungu, var þýtt á flæmsku á dögunum. 20. ágúst 2014 15:59 Kortleggja Justin Timberlake tónleikana Biggi lögga og Nilli fara á kostum í nýju myndbandi. 21. ágúst 2014 10:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Biggi lögga hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum að undanförnu og hefur nú birt nýtt myndband þar sem hann er þátttakandi í einni hressustu strætóferð sögunnar. Myndbandið birtist á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er til þess að hvetja fólk til þess að taka strætó í miðbæinn á Menningarnótt sem fer fram á laugardagskvöld. Myndbandið endar á skemmtilegan hátt. Lesendur geta horft á myndbandið hér að neðan. Með því birti lögreglan tíu atriði til að hafa í huga á Menningarnótt:1. Brosum eins mikið og við getum.2. Tökum strætó. Það kostar ekkert og er miklu þægilegra. Án gríns.3. Ef við komum á bíl skulum við leggja í bílastæði. Sá fyrsti sem ákveður að leggja upp á einhverjum grasbala er ekki gæddur neinum töfrum sem munu breyta grasbalanum í bílastæði fyrir alla hina. Leyfum honum bara að fá sína sekt í friði og finnum alvöru bílastæði.4. Ekki pirrast út af lokununum. Þær eru fyrir okkur. Ef þær væru ekki, þá fyrst færi allt í rugl. Lokanirnar eru líka risastórt öryggisatriði. Það er frábært. Húrra fyrir lokunum!5. Syngjum við hvert tækifæri.6. Menningarnótt er fjölskylduskemmtun af dýrari gerðinni. Notum tækifærið og komum saman í miðbæinn, verum saman allan tímann og förum saman. Syngjandi í strætó.7. Ekki vera þessi fulli sem fjölskyldurnar taka stóran sveig framhjá. Það er ekki töff.8. Ekki pirrast út í þá sem eru að vinna við lokanirnar. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína. Heilsum þeim frekar og gefum þeim „high five“. Þeir væru pottþétt alveg til í að vera á röltinu með sinni fjölskyldu.9. Búum til góðar minninga fyrir okkur sjálf og jákvæðar fréttir af menningarnóttinni.10. Skemmtum okkur ótrúlega vel. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Bárðarbunga Bigga löggu ratar í belgíska miðla Kennslumyndband Birgis Arnar Guðjónssonar, þar sem hann kennir útlendingum að bera fram nafn Bárðarbungu, var þýtt á flæmsku á dögunum. 20. ágúst 2014 15:59 Kortleggja Justin Timberlake tónleikana Biggi lögga og Nilli fara á kostum í nýju myndbandi. 21. ágúst 2014 10:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Bárðarbunga Bigga löggu ratar í belgíska miðla Kennslumyndband Birgis Arnar Guðjónssonar, þar sem hann kennir útlendingum að bera fram nafn Bárðarbungu, var þýtt á flæmsku á dögunum. 20. ágúst 2014 15:59
Kortleggja Justin Timberlake tónleikana Biggi lögga og Nilli fara á kostum í nýju myndbandi. 21. ágúst 2014 10:39