Biggi lögga í einni hressustu strætóferð sögunnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. ágúst 2014 16:22 Biggi lögga og glöðu farþegarnir. Biggi lögga hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum að undanförnu og hefur nú birt nýtt myndband þar sem hann er þátttakandi í einni hressustu strætóferð sögunnar. Myndbandið birtist á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er til þess að hvetja fólk til þess að taka strætó í miðbæinn á Menningarnótt sem fer fram á laugardagskvöld. Myndbandið endar á skemmtilegan hátt. Lesendur geta horft á myndbandið hér að neðan. Með því birti lögreglan tíu atriði til að hafa í huga á Menningarnótt:1. Brosum eins mikið og við getum.2. Tökum strætó. Það kostar ekkert og er miklu þægilegra. Án gríns.3. Ef við komum á bíl skulum við leggja í bílastæði. Sá fyrsti sem ákveður að leggja upp á einhverjum grasbala er ekki gæddur neinum töfrum sem munu breyta grasbalanum í bílastæði fyrir alla hina. Leyfum honum bara að fá sína sekt í friði og finnum alvöru bílastæði.4. Ekki pirrast út af lokununum. Þær eru fyrir okkur. Ef þær væru ekki, þá fyrst færi allt í rugl. Lokanirnar eru líka risastórt öryggisatriði. Það er frábært. Húrra fyrir lokunum!5. Syngjum við hvert tækifæri.6. Menningarnótt er fjölskylduskemmtun af dýrari gerðinni. Notum tækifærið og komum saman í miðbæinn, verum saman allan tímann og förum saman. Syngjandi í strætó.7. Ekki vera þessi fulli sem fjölskyldurnar taka stóran sveig framhjá. Það er ekki töff.8. Ekki pirrast út í þá sem eru að vinna við lokanirnar. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína. Heilsum þeim frekar og gefum þeim „high five“. Þeir væru pottþétt alveg til í að vera á röltinu með sinni fjölskyldu.9. Búum til góðar minninga fyrir okkur sjálf og jákvæðar fréttir af menningarnóttinni.10. Skemmtum okkur ótrúlega vel. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Bárðarbunga Bigga löggu ratar í belgíska miðla Kennslumyndband Birgis Arnar Guðjónssonar, þar sem hann kennir útlendingum að bera fram nafn Bárðarbungu, var þýtt á flæmsku á dögunum. 20. ágúst 2014 15:59 Kortleggja Justin Timberlake tónleikana Biggi lögga og Nilli fara á kostum í nýju myndbandi. 21. ágúst 2014 10:39 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Biggi lögga hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum að undanförnu og hefur nú birt nýtt myndband þar sem hann er þátttakandi í einni hressustu strætóferð sögunnar. Myndbandið birtist á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er til þess að hvetja fólk til þess að taka strætó í miðbæinn á Menningarnótt sem fer fram á laugardagskvöld. Myndbandið endar á skemmtilegan hátt. Lesendur geta horft á myndbandið hér að neðan. Með því birti lögreglan tíu atriði til að hafa í huga á Menningarnótt:1. Brosum eins mikið og við getum.2. Tökum strætó. Það kostar ekkert og er miklu þægilegra. Án gríns.3. Ef við komum á bíl skulum við leggja í bílastæði. Sá fyrsti sem ákveður að leggja upp á einhverjum grasbala er ekki gæddur neinum töfrum sem munu breyta grasbalanum í bílastæði fyrir alla hina. Leyfum honum bara að fá sína sekt í friði og finnum alvöru bílastæði.4. Ekki pirrast út af lokununum. Þær eru fyrir okkur. Ef þær væru ekki, þá fyrst færi allt í rugl. Lokanirnar eru líka risastórt öryggisatriði. Það er frábært. Húrra fyrir lokunum!5. Syngjum við hvert tækifæri.6. Menningarnótt er fjölskylduskemmtun af dýrari gerðinni. Notum tækifærið og komum saman í miðbæinn, verum saman allan tímann og förum saman. Syngjandi í strætó.7. Ekki vera þessi fulli sem fjölskyldurnar taka stóran sveig framhjá. Það er ekki töff.8. Ekki pirrast út í þá sem eru að vinna við lokanirnar. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína. Heilsum þeim frekar og gefum þeim „high five“. Þeir væru pottþétt alveg til í að vera á röltinu með sinni fjölskyldu.9. Búum til góðar minninga fyrir okkur sjálf og jákvæðar fréttir af menningarnóttinni.10. Skemmtum okkur ótrúlega vel. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Bárðarbunga Bigga löggu ratar í belgíska miðla Kennslumyndband Birgis Arnar Guðjónssonar, þar sem hann kennir útlendingum að bera fram nafn Bárðarbungu, var þýtt á flæmsku á dögunum. 20. ágúst 2014 15:59 Kortleggja Justin Timberlake tónleikana Biggi lögga og Nilli fara á kostum í nýju myndbandi. 21. ágúst 2014 10:39 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Bárðarbunga Bigga löggu ratar í belgíska miðla Kennslumyndband Birgis Arnar Guðjónssonar, þar sem hann kennir útlendingum að bera fram nafn Bárðarbungu, var þýtt á flæmsku á dögunum. 20. ágúst 2014 15:59
Kortleggja Justin Timberlake tónleikana Biggi lögga og Nilli fara á kostum í nýju myndbandi. 21. ágúst 2014 10:39