Shingo Fuji í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 13:30 Fujii leikur verk eftir Sor, Tárrega, Granados, Brouwer og Takemitsu á tónleikunum í kvöld. Á gítartónleikum Japanans Shingo Fujii í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld sem hefjast klukkan 20, leikur hann verk eftir Sor, Tárrega, Granados, Brouwer og Takemitsu. Fujii er gestur Listaháskóla Íslands í þessari viku og eru þrír viðburðir haldnir í tengslum við heimsókn hans sem allir eru opnir almenningi. Fyrir utan tónleikana í Þjóðmenningarhúsinu er það fyrirlestur á morgun, 27. ágúst klukkan 16.15 í Sölvhóli, tónleikasal LHÍ, Sölvhólsgötu 13 sem nefnist Japönsk samtímaverk fyrir gítar. Þar varpar Fujii ljósi á það hvernig japönsk samtímatónskáld hafa skrifað fyrir klassíska gítarinn, en hljóðfærið hefur átt sérlega miklum vinsældum að fagna þar í landi í áratugi. Sérstök áhersla verður lögð á verk meistarans Toru Takemitsu (1930-1996), eins helsta tónskálds Japana á 20. öld, en jafnframt mun Fujii kynna eigin verk fyrir gítar. Master Class námskeið verður svo í Sölvhóli klukkan 19 á morgun. Þar koma nemendur LHÍ fram og fleiri. Shingo Fujii er einn af leiðandi gítarleikurum og gítartónskáldum Japans í dag. Hann lærði á gítar frá tíu ára aldri en hóf síðar nám undir handleiðslu Ichiro Okamoto. Að loknu burtfararprófi frá háskólanum í Kyoto fluttist hann til Spánar þar sem hann stundaði nám hjá José Luis González, José Tomás og David Russell. Fujii hlaut 1. verðlaun í Young Guitarist Competition í Osaka árið 1978 og Diploma frá Royal College of Music í London (A.R.C.M.) Þá voru honum veitt Luis Coleman verðlaunin í Santiago de Compostela á Spáni árið 1986. Fujii vakti mikla athygli sem tónskáld þegar gítarkonsert hans, Concierto de Los Angeles, var frumfluttur í Kyoto árið 2006 af bandaríska gítarleikaranum William Kanengizer. Í kjölfarið var Fujii boðið að stjórna frumflutningi á verkinu í Bandaríkjunum en síðan hefur William Kanengizer leikið verkið með hljómsveitum á fjölda tónleika í Bandaríkjunum, í Beijing og Shanghai í Kína. Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á gítartónleikum Japanans Shingo Fujii í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld sem hefjast klukkan 20, leikur hann verk eftir Sor, Tárrega, Granados, Brouwer og Takemitsu. Fujii er gestur Listaháskóla Íslands í þessari viku og eru þrír viðburðir haldnir í tengslum við heimsókn hans sem allir eru opnir almenningi. Fyrir utan tónleikana í Þjóðmenningarhúsinu er það fyrirlestur á morgun, 27. ágúst klukkan 16.15 í Sölvhóli, tónleikasal LHÍ, Sölvhólsgötu 13 sem nefnist Japönsk samtímaverk fyrir gítar. Þar varpar Fujii ljósi á það hvernig japönsk samtímatónskáld hafa skrifað fyrir klassíska gítarinn, en hljóðfærið hefur átt sérlega miklum vinsældum að fagna þar í landi í áratugi. Sérstök áhersla verður lögð á verk meistarans Toru Takemitsu (1930-1996), eins helsta tónskálds Japana á 20. öld, en jafnframt mun Fujii kynna eigin verk fyrir gítar. Master Class námskeið verður svo í Sölvhóli klukkan 19 á morgun. Þar koma nemendur LHÍ fram og fleiri. Shingo Fujii er einn af leiðandi gítarleikurum og gítartónskáldum Japans í dag. Hann lærði á gítar frá tíu ára aldri en hóf síðar nám undir handleiðslu Ichiro Okamoto. Að loknu burtfararprófi frá háskólanum í Kyoto fluttist hann til Spánar þar sem hann stundaði nám hjá José Luis González, José Tomás og David Russell. Fujii hlaut 1. verðlaun í Young Guitarist Competition í Osaka árið 1978 og Diploma frá Royal College of Music í London (A.R.C.M.) Þá voru honum veitt Luis Coleman verðlaunin í Santiago de Compostela á Spáni árið 1986. Fujii vakti mikla athygli sem tónskáld þegar gítarkonsert hans, Concierto de Los Angeles, var frumfluttur í Kyoto árið 2006 af bandaríska gítarleikaranum William Kanengizer. Í kjölfarið var Fujii boðið að stjórna frumflutningi á verkinu í Bandaríkjunum en síðan hefur William Kanengizer leikið verkið með hljómsveitum á fjölda tónleika í Bandaríkjunum, í Beijing og Shanghai í Kína.
Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira