Færð þú nægt C vítamín úr fæðunni? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 15:00 Vísir/Getty Hvað er C vítamín?C vítamín er vatnsleysanlegt vítamín sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og fær eingöngu úr fæðu eða fæðubótarefnum. C vítamín er lífsnauðsynlegt og getur skortur á því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu fólks.Hlutverk C vítamíns í líkamanumC vítamín er mikilvægt fyrir myndun bandvefja og vöxt beina. Það gegnir mikilvægu hlutverki fyrir ónæmiskerfið og er meðal annars vörn líkamans gegn sýkingum og bakteríum. C vítamín hjálpar einnig til við upptöku járns í líkamanum.C vítamínskortur og afleiðingarAlvarlegur skortur er ekki algengur hér á landi. Þeir sem eru í hættu á að fá C vítamín skort eru þeir sem neyta áfengis og eiturlyfja í óhóflegu magni og fólk sem borðar mjög einhæfa fæðu sem inniheldur ekki C vítamín. Reykingafólk getur þurft að auka C vítamín inntöku sína vegna hraðara niðurbrots C vítamíns í líkömum þeirra. Getnaðarvarnarpillan, sýkingar og aðgerðir geta einnig haft áhrif á C vítamín magn í blóði. Afleiðing alvarlegs C vítamínsskorts er skyrbjúgur og eru helstu einkenni þreyta, slen, tannholdsbólga og lausar tennur, blóðleysi, blæðingar, auking sýkingarhætta og sár eru lengur að gróa.C vítamínrík fæðaHelstu fæðutegundir sem innihalda C vítamín eru ferskt grænmeti og ávextir. Sítrusávextir, tómatar, kartöflur, jarðaber og grænt grænmeti eru góð uppspretta C vítamíns.Ráðlagður dagskammturRáðlagður dagskammtur C vítamíns er allt frá 20mg upp í 100mg daglega en það fer eftir aldri hversu mikið C vítamín líkaminn þarfnast. C vítamín er mjög mikilvægt fyrir ófrískar konur og konur með barn á brjósti. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvað er C vítamín?C vítamín er vatnsleysanlegt vítamín sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og fær eingöngu úr fæðu eða fæðubótarefnum. C vítamín er lífsnauðsynlegt og getur skortur á því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu fólks.Hlutverk C vítamíns í líkamanumC vítamín er mikilvægt fyrir myndun bandvefja og vöxt beina. Það gegnir mikilvægu hlutverki fyrir ónæmiskerfið og er meðal annars vörn líkamans gegn sýkingum og bakteríum. C vítamín hjálpar einnig til við upptöku járns í líkamanum.C vítamínskortur og afleiðingarAlvarlegur skortur er ekki algengur hér á landi. Þeir sem eru í hættu á að fá C vítamín skort eru þeir sem neyta áfengis og eiturlyfja í óhóflegu magni og fólk sem borðar mjög einhæfa fæðu sem inniheldur ekki C vítamín. Reykingafólk getur þurft að auka C vítamín inntöku sína vegna hraðara niðurbrots C vítamíns í líkömum þeirra. Getnaðarvarnarpillan, sýkingar og aðgerðir geta einnig haft áhrif á C vítamín magn í blóði. Afleiðing alvarlegs C vítamínsskorts er skyrbjúgur og eru helstu einkenni þreyta, slen, tannholdsbólga og lausar tennur, blóðleysi, blæðingar, auking sýkingarhætta og sár eru lengur að gróa.C vítamínrík fæðaHelstu fæðutegundir sem innihalda C vítamín eru ferskt grænmeti og ávextir. Sítrusávextir, tómatar, kartöflur, jarðaber og grænt grænmeti eru góð uppspretta C vítamíns.Ráðlagður dagskammturRáðlagður dagskammtur C vítamíns er allt frá 20mg upp í 100mg daglega en það fer eftir aldri hversu mikið C vítamín líkaminn þarfnast. C vítamín er mjög mikilvægt fyrir ófrískar konur og konur með barn á brjósti.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira