Innlent

Stór skjálfti við Bárðarbungu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dyngjujökull.
Dyngjujökull. Vísir/Vilhelm
Skjálfti af stærð 5,1 stig mældist við Bárðarbungu á fimmta tímanum í dag. Skjálftinn varð á tveggja kílómetra dýpi um 4,1 kílómetra suðaustan af Bárðarbungu.

Skjálftinn er sá stærsti frá því að skjálfti af stærðinni 5,3 mældist 8,1 kílómetra austan af Bárðarbungu á níunda tímanum í gærkvöldi.

Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mjög mikil.  Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að virknin þokist áfram til norðurs og er að mestu á 10 kílómetra löngu bili, með miðju undir jökuljaðrinum.


Tengdar fréttir

Um 450 skjálftar í nótt

Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm.

700 skjálftar frá miðnætti

Skjálftavirknin við Bárðarbungu hefur þokast áfram til norðurs og er að mestu á 10 kílómetra löngu bili, með miðju undir jökuljaðrinum.

Rétt ákvörðun að vara við eldgosi

Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli.

Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma

Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×