Mickelson sló tvisvar í röð úr veitingasölunni | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. ágúst 2014 23:30 Phil Mickelson er maður fólksins. vísir/getty Phil Mickelson tókst það sem á varla á að vera hægt að gera á Barclays-mótinu í golfi um síðustu helgi; slá boltann tvisvar upp í veitingasöluna við flötina á fimmtu holu vallarins. Á öðrum keppnisdegi missti hann upphafshöggið langt til vinstri og endaði hann á teppinu í veitingasölunni. Eins og honum einum er lagið ákvað Mickelson ekki að taka víti heldur sló hann boltann af teppinu og að flötinni. Þetta gerðist svo aftur á þriðja keppnisdegi, en um leið og hann sló boltann heyrist hann segja: „Nei, ekki aftur.“ Boltinn lenti aftur á teppinu í veitingasölunni og aftur reyndi hann að slá boltann þaðan. Það gekk betur í seinna skiptið, en Mickelson landaði þá gullfallegu höggi inn á flötinni úr mikilli hæð, án þess að sjá flaggið eða lendingarstaðinn. Hann sló í glompu fyrri daginn og fékk skolla, en bjargaði pari í seinna skiptið. Eðlilega var mikil kátína á meðal áhorfenda sem voru að fá sér mjöð og með því. Einn þeirra bauð Mickelson bjór fyrri daginn sem hann hafnaði pent. Sprelligosar á Internetinu fóru af stað vegna atviksins og settu Mickelson í allskonar aðstæður með kassmerkinu #PhilWasHere. Þar var hann klipptur inn á myndir að undirbúa golfhögg á hinum ótrúlegustu stöðum. Sumir voru fyndnari en aðrir, en nokkur dæmi um skemmtilegar aðstæður hjá Mickelson má sjá hér neðan sem og myndbönd af höggunum báða dagana og hvernig hann leysti sig úr vandræðunum..@PGATOUR#PhilWasHere (And still made par) pic.twitter.com/As7r3rt0Cz — Chad Coleman (@HashtagChad) August 23, 2014"Life is like a box of chocolates. You never know what you're gonna get." #PhilWasHere#TheBarclayspic.twitter.com/dtIHMURtsW — The Barclays (@TheBarclaysGolf) August 23, 2014By far my favorite #PhilWasHerepic.twitter.com/VMRG1XMhEm — Robert Gillespie (@bobguy280) August 23, 2014Swearing in @PGATOUR#PhilWasHerepic.twitter.com/M6i8PCJ2H9 — Jackson (@Jwehr37) August 23, 2014#CantStop#PhilWasHerepic.twitter.com/Zi2aYzCLrn — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2014Birthplace of Canada's Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson tókst það sem á varla á að vera hægt að gera á Barclays-mótinu í golfi um síðustu helgi; slá boltann tvisvar upp í veitingasöluna við flötina á fimmtu holu vallarins. Á öðrum keppnisdegi missti hann upphafshöggið langt til vinstri og endaði hann á teppinu í veitingasölunni. Eins og honum einum er lagið ákvað Mickelson ekki að taka víti heldur sló hann boltann af teppinu og að flötinni. Þetta gerðist svo aftur á þriðja keppnisdegi, en um leið og hann sló boltann heyrist hann segja: „Nei, ekki aftur.“ Boltinn lenti aftur á teppinu í veitingasölunni og aftur reyndi hann að slá boltann þaðan. Það gekk betur í seinna skiptið, en Mickelson landaði þá gullfallegu höggi inn á flötinni úr mikilli hæð, án þess að sjá flaggið eða lendingarstaðinn. Hann sló í glompu fyrri daginn og fékk skolla, en bjargaði pari í seinna skiptið. Eðlilega var mikil kátína á meðal áhorfenda sem voru að fá sér mjöð og með því. Einn þeirra bauð Mickelson bjór fyrri daginn sem hann hafnaði pent. Sprelligosar á Internetinu fóru af stað vegna atviksins og settu Mickelson í allskonar aðstæður með kassmerkinu #PhilWasHere. Þar var hann klipptur inn á myndir að undirbúa golfhögg á hinum ótrúlegustu stöðum. Sumir voru fyndnari en aðrir, en nokkur dæmi um skemmtilegar aðstæður hjá Mickelson má sjá hér neðan sem og myndbönd af höggunum báða dagana og hvernig hann leysti sig úr vandræðunum..@PGATOUR#PhilWasHere (And still made par) pic.twitter.com/As7r3rt0Cz — Chad Coleman (@HashtagChad) August 23, 2014"Life is like a box of chocolates. You never know what you're gonna get." #PhilWasHere#TheBarclayspic.twitter.com/dtIHMURtsW — The Barclays (@TheBarclaysGolf) August 23, 2014By far my favorite #PhilWasHerepic.twitter.com/VMRG1XMhEm — Robert Gillespie (@bobguy280) August 23, 2014Swearing in @PGATOUR#PhilWasHerepic.twitter.com/M6i8PCJ2H9 — Jackson (@Jwehr37) August 23, 2014#CantStop#PhilWasHerepic.twitter.com/Zi2aYzCLrn — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2014Birthplace of Canada's
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira