Mikilvægt að innanríkisráðherra hefði ekki afskipti af rannsókn lekamálsins Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2014 17:49 Bjarni sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær. Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokknum sagði í þættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku, að það skipti sköpum hvort innanríkisráðherra hefði haft óeðlileg afskipti af rannsókn lekamálsins. Í bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra í gær, kemur fram að hún hafi gert alls kyns athugasemdir við rannsóknina í fjölmörgum símtölum og á fundum með Stefáni Eiríkssyni fráfarandi lögreglustjóra og m.a. spurt hann hvort rannsóknin gengi ekki of langt. Þá teldi hún að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu. Þegar Bjarni var spurður um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Sprengisandi hinn 17. ágúst sagði hann m.a.: "Ég get sagt fyrir mitt leyti, þá skiptir það sköpum í málinu hvort ráðherrann hefur haft beina aðkomu eða með einhverjum hætti óeðlileg afskipti, t.d. hefur verið rætt mikið um það að undanförnu hvort rannsókn málsins hafi fengið að ganga fram án afskipta, það skiptir miklu máli,” sagði Bjarni og er þá spurður: Að hún tali við rannsakandann á leiðinni, á meðan málið er í rannsókn…? „Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að ég tel að það sé ekkert fram komið sem sýni fram á það að ráðherrann eða starfsmenn ráðuneytisins hafi gert neitt annað en að reyna að greiða fyrir því að rannsókn málsins færi fram,“ sagði Bjarni. Þegar Bjarni var spurður um stöðu inanríkisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær en sagði svo: „Ráðherrann hefur fullt traust til að svara fyrir þessar ásakanir. Hún hefur traust til að gegna sínu embætti. Það hefur ekkert breyst hvað það snertir. Og ég segi bara ekki annað í þessu en að ráðherrann hlýtur að eiga rétt á því að fá að bregðast við, með því að fá tíma til að svara og ég veit að ráðherrann hyggst gera það,“ sagði Bjarni. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið innanríkisráðherra frest til 10. september til að svara bréfi hans frá í gær. Lekamálið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokknum sagði í þættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku, að það skipti sköpum hvort innanríkisráðherra hefði haft óeðlileg afskipti af rannsókn lekamálsins. Í bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra í gær, kemur fram að hún hafi gert alls kyns athugasemdir við rannsóknina í fjölmörgum símtölum og á fundum með Stefáni Eiríkssyni fráfarandi lögreglustjóra og m.a. spurt hann hvort rannsóknin gengi ekki of langt. Þá teldi hún að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu. Þegar Bjarni var spurður um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Sprengisandi hinn 17. ágúst sagði hann m.a.: "Ég get sagt fyrir mitt leyti, þá skiptir það sköpum í málinu hvort ráðherrann hefur haft beina aðkomu eða með einhverjum hætti óeðlileg afskipti, t.d. hefur verið rætt mikið um það að undanförnu hvort rannsókn málsins hafi fengið að ganga fram án afskipta, það skiptir miklu máli,” sagði Bjarni og er þá spurður: Að hún tali við rannsakandann á leiðinni, á meðan málið er í rannsókn…? „Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að ég tel að það sé ekkert fram komið sem sýni fram á það að ráðherrann eða starfsmenn ráðuneytisins hafi gert neitt annað en að reyna að greiða fyrir því að rannsókn málsins færi fram,“ sagði Bjarni. Þegar Bjarni var spurður um stöðu inanríkisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær en sagði svo: „Ráðherrann hefur fullt traust til að svara fyrir þessar ásakanir. Hún hefur traust til að gegna sínu embætti. Það hefur ekkert breyst hvað það snertir. Og ég segi bara ekki annað í þessu en að ráðherrann hlýtur að eiga rétt á því að fá að bregðast við, með því að fá tíma til að svara og ég veit að ráðherrann hyggst gera það,“ sagði Bjarni. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið innanríkisráðherra frest til 10. september til að svara bréfi hans frá í gær.
Lekamálið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira