Fótbolti

Lykilsigur hjá Söru Björk og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Arnþór
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í FC Rosengård stigu skref í átt að sænska meistaratitlinum í fótbolta eftir 1-0 útisigur á Örebro í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.

Hin brasilíska Marta Vieira Da Silva skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Ramonu Bachmann.

Með þessum mikilvæga sigri er Rosengård-liðið komið með níu stiga forskot á toppi sænsku deildarinnar en þetta var tíundu sigur liðsins í röð.

Rosengård er með 39 stig eftir 14 leiki en Örebro er með 30 stig eftir 13 leiki.

Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði Rosengård og lék allan leikinn á miðjunni með þeim Ramonu Bachmann og Katrinu Schmidt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×