Íslenski boltinn

Anna Rakel tryggði Þór/KA þrjú stig í fyrsta byrjunarliðsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
Anna Rakel Pétursdóttir tryggði Þór/KA 1-0 sigur á ÍA í lokaleik 14. umferðar Pepsi-deildar kvenna en liðin mættust á Þórsvellinum í kvöld.

Anna Rakel sem er aðeins sextán ára gömul skoraði markið á 61. mínútu leiksins en fyrir vikið er Þór/KA-liðið enn fjórum stigum á eftir Breiðabliki í baráttunni um annað sætið.

Anna Rakel var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild í kvöld og svaraði kallinu með því að skora sitt fyrsta Pepsi-deildar mark.

Norðanstúlkur hafa verið náð að tryggja sér nokkra nauma sigra að undanförnu sem gæti talið í lokin en þetta var annar 1-0 sigur liðsins í röð á móti liði í fallsæti.

Þór/KA er þar með fjórum stigum eftir Breiðabliki í baráttunni um 2. sætið þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðin mætast einmitt í næstu umferð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×