Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Orri Freyr Rúnarsson skrifar 27. ágúst 2014 13:36 Vísir/Getty NME tímaritið gerði könnun á meðal lesenda sinna hvaða hljómsveit þeir vildu helst sjá á Reading hátíðinni á næsta ári og var það hljómsveitin Oasis sem var í efsta sæti hjá lesendum þrátt fyrir að hljómsveitin hafi hætt fyrir nokkrum árum síðan. Vonast því greinilega margir eftir því að hljómsveitin komi aftur saman til að fagna því að á næsta ári verða 20 ár frá því að (What‘s the Story) Morning Glory? kom út. Aðrar hljómsveitir sem komust á listann voru Foo Fighters, The Strokes, Muse og Blur. Aðdáendur Interpol geta nú hlustað á væntanlega plötu frá sveitinni í heild sinni á vefsíðunni NPR.org. Platan er þeirra fyrsta síðan að þeir gáfu út plötu sem er samnefnd hljómsveitinni árið 2010. En þessi nýja plata hefur fengið nafnið El Pintor og er væntanleg í verslanir þann 8.september.NME verðlaunagripurinn þykir stórglæsilegurHljómsveitin The 1975 er ósátt við að hafa ekki fengið neinn verðlaunagrip þegar að hljómsveitni var valin sú lélegasta í heimi á NME verðlaununum í febrúar. Matt Healy, sönvari The 1975, var í viðtali vegna Reading hátíðarinnar og opinberaði þá að hljómsveitin hafi ekki fengið neinn verðlaunagrip þrátt fyrir val NME. Sagði hann að það væri lágmarkskurteisi að afhenda hljómsveitinni alvöru verðlaunagrip þrátt fyrir að flokkurinn væri lélegasta hljómsveit í heimi. Healy sagði jafnframt að hann væri í raun nokkuð ánægður með þessa viðurkenningu í ljósi þess að hann hefði alltaf verið ósammála NME í einu og öllu þegar kæmi að tónlist.Kings of Leon hafa þurft að fresta fleiri tónleikum á næstunni sökum rifbeinsbrots trommarans Nathan Followill. Eins og áður hefur komið fram í Púlsinum var það aðdáandi hljómsveitarinnar sem stökk í veg fyrir hljómsveitarútu þeirra með þeim afleiðingum að bílstjórinn snögghemlaði þannig að trommarinn kastaðist til og rifbeinsbrotnaði. Kings of Leon vonast þó til þess að geta komið fram á tónleikum næstu helgi. En þess má einnig geta að hljómsveitin er þegar byrjuð að vinna að lögum fyrir næstu plötu sína. Harmageddon Mest lesið Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon
NME tímaritið gerði könnun á meðal lesenda sinna hvaða hljómsveit þeir vildu helst sjá á Reading hátíðinni á næsta ári og var það hljómsveitin Oasis sem var í efsta sæti hjá lesendum þrátt fyrir að hljómsveitin hafi hætt fyrir nokkrum árum síðan. Vonast því greinilega margir eftir því að hljómsveitin komi aftur saman til að fagna því að á næsta ári verða 20 ár frá því að (What‘s the Story) Morning Glory? kom út. Aðrar hljómsveitir sem komust á listann voru Foo Fighters, The Strokes, Muse og Blur. Aðdáendur Interpol geta nú hlustað á væntanlega plötu frá sveitinni í heild sinni á vefsíðunni NPR.org. Platan er þeirra fyrsta síðan að þeir gáfu út plötu sem er samnefnd hljómsveitinni árið 2010. En þessi nýja plata hefur fengið nafnið El Pintor og er væntanleg í verslanir þann 8.september.NME verðlaunagripurinn þykir stórglæsilegurHljómsveitin The 1975 er ósátt við að hafa ekki fengið neinn verðlaunagrip þegar að hljómsveitni var valin sú lélegasta í heimi á NME verðlaununum í febrúar. Matt Healy, sönvari The 1975, var í viðtali vegna Reading hátíðarinnar og opinberaði þá að hljómsveitin hafi ekki fengið neinn verðlaunagrip þrátt fyrir val NME. Sagði hann að það væri lágmarkskurteisi að afhenda hljómsveitinni alvöru verðlaunagrip þrátt fyrir að flokkurinn væri lélegasta hljómsveit í heimi. Healy sagði jafnframt að hann væri í raun nokkuð ánægður með þessa viðurkenningu í ljósi þess að hann hefði alltaf verið ósammála NME í einu og öllu þegar kæmi að tónlist.Kings of Leon hafa þurft að fresta fleiri tónleikum á næstunni sökum rifbeinsbrots trommarans Nathan Followill. Eins og áður hefur komið fram í Púlsinum var það aðdáandi hljómsveitarinnar sem stökk í veg fyrir hljómsveitarútu þeirra með þeim afleiðingum að bílstjórinn snögghemlaði þannig að trommarinn kastaðist til og rifbeinsbrotnaði. Kings of Leon vonast þó til þess að geta komið fram á tónleikum næstu helgi. En þess má einnig geta að hljómsveitin er þegar byrjuð að vinna að lögum fyrir næstu plötu sína.
Harmageddon Mest lesið Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon