Evrópuævintýri Stjörnumanna endaði á stórum skelli á San Siro Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 13:53 Mateo Kovacic skoraði þrennu fyrir Inter í kvöld og hér fagnar hann öðru marki sínu. Vísir/AFP Stjarnan er úr leik í Evrópudeildinni eftir sex marka stórtap í seinni leiknum á móti ítalska liðinu Internazionale í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ítalirnir unnu samanlagt 9-0. Þetta var áttundi Evrópuleikur Stjörnumanna í ár og þetta sumar hefur verið stórt og mikið ævintýri. Garðbæingar áttu hinsvegar litla möguleika á móti einum af risanum í ítalska boltanum. Hinn tvítugi Króati Mateo Kovacic skoraði þrennu á fyrstu 52 mínútunum og Mauro Icardi skoraði tvö eftir að hafa komið inná sem varamaður. Stjörnumenn áttu auðvitað ekki mikla möguleika á því að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum og þetta var erfitt kvöld fyrir Garðbæinga á San Siro leikvanginum í Mílanó í kvöld. Internazionale var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk Króatans Mateo Kovacic með fimm mínútna millibili en mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri á fyrstu 45 mínútunum. Ítalska liðið bætti úr því í seinni hálfleiknum og var komið í 3-0 eftir aðeins eina mínútu. Það mark gerði Pablo Osvaldo með flottum skalla en hann var stórhættulegur allan fyrri hálfleikinn. Mateo Kovacic innsiglaði síðan þrennu sína á 51. mínútu þegar hann kom Inter í 4-0 og var tekinn af velli strax í kjölfarið. Varamaðurinn Mauro Icardi skoraði fimmta markið á 69. mínútu og skömmu síðar þurfti Garðar Jóhannsson að haltra af velli meiddur. Garðar var nýkominn inná og Stjörnuliðið var búið með allar skiptingarnar sínar. Stjarnan þurfti því að vera manni færri síðustu tuttugu mínúturnar. Mauro Icardi skoraði í fyrri leiknum og bætti við sínu öðru marki í kvöld á 80. mínútu. Hann fékk tækifæri til að skora þrennu en Ingvar Jónsson varði tvívegis mjög vel frá honum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Stjarnan er úr leik í Evrópudeildinni eftir sex marka stórtap í seinni leiknum á móti ítalska liðinu Internazionale í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ítalirnir unnu samanlagt 9-0. Þetta var áttundi Evrópuleikur Stjörnumanna í ár og þetta sumar hefur verið stórt og mikið ævintýri. Garðbæingar áttu hinsvegar litla möguleika á móti einum af risanum í ítalska boltanum. Hinn tvítugi Króati Mateo Kovacic skoraði þrennu á fyrstu 52 mínútunum og Mauro Icardi skoraði tvö eftir að hafa komið inná sem varamaður. Stjörnumenn áttu auðvitað ekki mikla möguleika á því að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum og þetta var erfitt kvöld fyrir Garðbæinga á San Siro leikvanginum í Mílanó í kvöld. Internazionale var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk Króatans Mateo Kovacic með fimm mínútna millibili en mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri á fyrstu 45 mínútunum. Ítalska liðið bætti úr því í seinni hálfleiknum og var komið í 3-0 eftir aðeins eina mínútu. Það mark gerði Pablo Osvaldo með flottum skalla en hann var stórhættulegur allan fyrri hálfleikinn. Mateo Kovacic innsiglaði síðan þrennu sína á 51. mínútu þegar hann kom Inter í 4-0 og var tekinn af velli strax í kjölfarið. Varamaðurinn Mauro Icardi skoraði fimmta markið á 69. mínútu og skömmu síðar þurfti Garðar Jóhannsson að haltra af velli meiddur. Garðar var nýkominn inná og Stjörnuliðið var búið með allar skiptingarnar sínar. Stjarnan þurfti því að vera manni færri síðustu tuttugu mínúturnar. Mauro Icardi skoraði í fyrri leiknum og bætti við sínu öðru marki í kvöld á 80. mínútu. Hann fékk tækifæri til að skora þrennu en Ingvar Jónsson varði tvívegis mjög vel frá honum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30
Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13
Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30