Sykurskertir gosdrykkir eru skaðlegir heilsunni Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 15:00 Vísir/Getty Sykurskertir gosdrykkir eru ekkert skárri fyrir heilsuna og mittismálið en þeir sykruðu. Hér koma 5 ástæður þess að láta þessa drykki alveg eiga sig og fá sér vatn í staðinn.Þeir hafa slæm áhrif á húðina. Rannsóknir hafa bent til þess að mikil neysla gosdrykkja flýti fyrir öldrun húðarinnar. Auk þess hafa sykurskertir gosdrykkir áhrif á sýrustig líkamans sem getur orðið til þess að bólur myndast og húðin verður föl og þreytuleg.Sykurskertir gosdrykkir hafa áhrif á skapið.Aspartam er sætuefni sem er að finna í flestum sykurskertum drykkjum og er talið geta valdið hausverkjum, svima og jafnvel skapsveiflum. Það er talið sérstaklega slæmt fyrir fólk sem hefur tilhneigingu til þess að vera kvíðið eða þunglynt.Neysla sykurskerta gosdrykkja veldur þyngdaraukningu.Rannsókn sem var framkvæmd í University of Texas Health Science Center sýndi fram á tengsl milli neyslu sykurskertra gosdrykkja og þyngdaraukningar. Líkur á offitu jukust eftir því hversu marga sykurskerta gosdrykki þátttakendur drukku.Auknar líkur á hjartaáföllum Rannsókn frá University of Mimi leiddi í ljós að fólk sem drakk sykurskerta gosdrykki daglega voru 44% líklegri til þess að fá hjartaáfall heldur en þeir sem drukku enga gosdrykki.Auknar líkur á því að þróa með sér sykursýki.Rannsóknir hafa sýnt fram á auknar líkur þess að þróa með sér sykursýki 2 með neyslu gosdrykkja. Sykraðir og sykurskertir gosdrykkir eru taldir geta aukið líkur á sykursýki 2. Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sykurskertir gosdrykkir eru ekkert skárri fyrir heilsuna og mittismálið en þeir sykruðu. Hér koma 5 ástæður þess að láta þessa drykki alveg eiga sig og fá sér vatn í staðinn.Þeir hafa slæm áhrif á húðina. Rannsóknir hafa bent til þess að mikil neysla gosdrykkja flýti fyrir öldrun húðarinnar. Auk þess hafa sykurskertir gosdrykkir áhrif á sýrustig líkamans sem getur orðið til þess að bólur myndast og húðin verður föl og þreytuleg.Sykurskertir gosdrykkir hafa áhrif á skapið.Aspartam er sætuefni sem er að finna í flestum sykurskertum drykkjum og er talið geta valdið hausverkjum, svima og jafnvel skapsveiflum. Það er talið sérstaklega slæmt fyrir fólk sem hefur tilhneigingu til þess að vera kvíðið eða þunglynt.Neysla sykurskerta gosdrykkja veldur þyngdaraukningu.Rannsókn sem var framkvæmd í University of Texas Health Science Center sýndi fram á tengsl milli neyslu sykurskertra gosdrykkja og þyngdaraukningar. Líkur á offitu jukust eftir því hversu marga sykurskerta gosdrykki þátttakendur drukku.Auknar líkur á hjartaáföllum Rannsókn frá University of Mimi leiddi í ljós að fólk sem drakk sykurskerta gosdrykki daglega voru 44% líklegri til þess að fá hjartaáfall heldur en þeir sem drukku enga gosdrykki.Auknar líkur á því að þróa með sér sykursýki.Rannsóknir hafa sýnt fram á auknar líkur þess að þróa með sér sykursýki 2 með neyslu gosdrykkja. Sykraðir og sykurskertir gosdrykkir eru taldir geta aukið líkur á sykursýki 2.
Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira