Karllægustu bílarnir Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2014 09:34 94% skráðra eigenda Lamborghini bíla eru karlmenn. Ef rýnt er þær bílgerðir í Bandaríkjunum sem karlar eiga fremur en konur kemur í ljós að þar eru helst rándýrir sportbílar. Sú bílgerð sem flestir karlmenn hlutfallslega eiga er Lamborghini en 93% skráðra eigenda þeirra eru karlmenn. Þessar 10 gerðir bíla tróna hæst á þessum lista.Lamborghini 93%McLaren 93%Ferrari 92%Aston Martin 88%Fisker 87%Lotus 86%Ram 84%Maserati 84%Rolls Royce 84%Tesla 83% Aðeins tvær bílgerðir á þessum lista eru ekki sportbílar, Ram sem eru stórir pallbílar og Rolls Royce sem er rándýrir lúxusvagnar. Fátt kemur á óvart hvað þennan lista varðar, en konur eru afar ólíklegar til að eyða miklu fé í stöðutákn í formi bíla þeirra sem á þessum lista er. Sannarlega höfða stórir pallbílar heldur ekki til þeirra frekar en fokdýrir og öflugir sport- og lúxusbílar. Þær eru líklegri til að kaupa hagkvæma, ódýra og sæta bíla en eyðsluháka troðna af hestöflum. Fátt lýsir ef til vill betur muninum á hugsanagangi karla og kvenna en þessi listi.Í öðru sæti listans eru McLaren bílar en 93% skráðra eigenda þeirra eru karlar. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Ef rýnt er þær bílgerðir í Bandaríkjunum sem karlar eiga fremur en konur kemur í ljós að þar eru helst rándýrir sportbílar. Sú bílgerð sem flestir karlmenn hlutfallslega eiga er Lamborghini en 93% skráðra eigenda þeirra eru karlmenn. Þessar 10 gerðir bíla tróna hæst á þessum lista.Lamborghini 93%McLaren 93%Ferrari 92%Aston Martin 88%Fisker 87%Lotus 86%Ram 84%Maserati 84%Rolls Royce 84%Tesla 83% Aðeins tvær bílgerðir á þessum lista eru ekki sportbílar, Ram sem eru stórir pallbílar og Rolls Royce sem er rándýrir lúxusvagnar. Fátt kemur á óvart hvað þennan lista varðar, en konur eru afar ólíklegar til að eyða miklu fé í stöðutákn í formi bíla þeirra sem á þessum lista er. Sannarlega höfða stórir pallbílar heldur ekki til þeirra frekar en fokdýrir og öflugir sport- og lúxusbílar. Þær eru líklegri til að kaupa hagkvæma, ódýra og sæta bíla en eyðsluháka troðna af hestöflum. Fátt lýsir ef til vill betur muninum á hugsanagangi karla og kvenna en þessi listi.Í öðru sæti listans eru McLaren bílar en 93% skráðra eigenda þeirra eru karlar.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent