Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bjarki Ármannsson skrifar 29. ágúst 2014 10:57 Frá Dyngjujökli, eða Dynjujökli eins og hann heitir í Noregi. Vísir/Friðrik Þór Erlendir miðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af jarðskjálftahrinunni við Bárðarbungu og eldgosið sem hófst í Holuhrauni í nótt hefur ratað inn á helstu fréttasíður Evrópu. Bresku miðlarnir BBC og The Guardian slá því upp að Veðurstofa hefur hækkað viðvörunarstig vegna flugs yfir eldstöðinni. Það skal engan undra að Bretar hafi áhyggjur af því hvort gosið hafi áhrif á flugumferð, en askan sem barst úr gosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 lamaði flugumferð í Bretlandi og víðar í Evrópu. Umfjöllun BBC nú í morgun er nokkuð ítarleg, tekið er viðtal við Björn Oddsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og myndir sem Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við Cambridge og Íslandsmeistari í skylmingum, tók á vettvangi fylgja með. Frændur okkar Norðmenn gera gosinu skil og bæði Vg.no og Nrk.no sýna beint frá gosinu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gert er grein fyrir því hvar nákvæmlega gýs, en athygli vekur að Vg.no talar um Dynjujökul en ekki Dyngjujökul. Danir virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af gosinu ef marka má þarlendar fréttasíður. Á vef Jótlandspóstsins er sagt að gosið sé ekki mjög öflugt og að það sé ekki í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli eða það sem nú stendur yfir í Papúa Nýju Gíneu. Sömuleiðis er á BT birt viðtal við Rikke Pedersen, forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem segir lesendum að vera rólegir þar sem litlar líkur séu á að öskuský myndist við gosið. Bárðarbunga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Erlendir miðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af jarðskjálftahrinunni við Bárðarbungu og eldgosið sem hófst í Holuhrauni í nótt hefur ratað inn á helstu fréttasíður Evrópu. Bresku miðlarnir BBC og The Guardian slá því upp að Veðurstofa hefur hækkað viðvörunarstig vegna flugs yfir eldstöðinni. Það skal engan undra að Bretar hafi áhyggjur af því hvort gosið hafi áhrif á flugumferð, en askan sem barst úr gosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 lamaði flugumferð í Bretlandi og víðar í Evrópu. Umfjöllun BBC nú í morgun er nokkuð ítarleg, tekið er viðtal við Björn Oddsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og myndir sem Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við Cambridge og Íslandsmeistari í skylmingum, tók á vettvangi fylgja með. Frændur okkar Norðmenn gera gosinu skil og bæði Vg.no og Nrk.no sýna beint frá gosinu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gert er grein fyrir því hvar nákvæmlega gýs, en athygli vekur að Vg.no talar um Dynjujökul en ekki Dyngjujökul. Danir virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af gosinu ef marka má þarlendar fréttasíður. Á vef Jótlandspóstsins er sagt að gosið sé ekki mjög öflugt og að það sé ekki í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli eða það sem nú stendur yfir í Papúa Nýju Gíneu. Sömuleiðis er á BT birt viðtal við Rikke Pedersen, forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem segir lesendum að vera rólegir þar sem litlar líkur séu á að öskuský myndist við gosið.
Bárðarbunga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira