Hvað einkennir góð sambönd? sigga dögg kynfræðingur skrifar 30. ágúst 2014 14:00 Neikvæðni gagnvart maka og sambandinu getur markað endalok þess. John og Julia Gottman hafa sérhæft sig í hjónum og samskiptum þeirra. Þau hafa tekið upp samskipti fleiri þúsunda para og rýnt í hvað er sagt, hvernig það er sagt, svipbrigði, tilfinningar og ósagðar tilfinningar þeirra og í kjölfarið kortlagt hvað einkenni góð pör sem eru líkleg til að vera hamingjusöm og haldast saman. Hjónin segjast geta spáð fyrir um með 94% vissu að fólk sem ekki uppfyllir þennan lista muni hætta saman innan fjögurra ára. Fimm einkenni hamingjusamra para: 1. Hamingjusöm pör segja frá fyrstu kynnum sínum á hlýlegan hátt og með aðdáun fyrir makanum. Það er kærleikur og virðing í frásögn þeirra. 2. Pörin greina frá sögum þar sem þau unnu vel saman, sem teymi, en ekki bara „ég“ eða „þú“ eins og fólk hættir til að gera í rifrildum. 3. Þau þekkja hvort annað. Þau vita hvað hvort annað líkar vel við og hvað ekki, hvað gerir viðkomandi hamingjusaman og leiðan. Þau passa upp á að halda áfram að læra hvort á annað, langanir og líðan. 4. Hamingjusöm pör eru stolt af því að hafa komist saman yfir erfið tímabil og að það hafi styrkt þau sem par. Það skiptir því höfuðmáli hvernig atburðir eru túlkaðir og að pör standi saman og geti lært af þessum erfiðu tímum. 5. Óhamingjusöm pör eiga það til að greina frá vonbrigðum með sambandið, að það hafi ekki uppfyllt alla þeirra vonir og væntingar auk þess að vera kaldhæðin í garð langtímaskuldbingingar. Hamingjusömum pörum finnst sambandið hafa uppfyllt væntingar þeirra. Þú getur lesið meira um þessi mál hér. Heilsa Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið
John og Julia Gottman hafa sérhæft sig í hjónum og samskiptum þeirra. Þau hafa tekið upp samskipti fleiri þúsunda para og rýnt í hvað er sagt, hvernig það er sagt, svipbrigði, tilfinningar og ósagðar tilfinningar þeirra og í kjölfarið kortlagt hvað einkenni góð pör sem eru líkleg til að vera hamingjusöm og haldast saman. Hjónin segjast geta spáð fyrir um með 94% vissu að fólk sem ekki uppfyllir þennan lista muni hætta saman innan fjögurra ára. Fimm einkenni hamingjusamra para: 1. Hamingjusöm pör segja frá fyrstu kynnum sínum á hlýlegan hátt og með aðdáun fyrir makanum. Það er kærleikur og virðing í frásögn þeirra. 2. Pörin greina frá sögum þar sem þau unnu vel saman, sem teymi, en ekki bara „ég“ eða „þú“ eins og fólk hættir til að gera í rifrildum. 3. Þau þekkja hvort annað. Þau vita hvað hvort annað líkar vel við og hvað ekki, hvað gerir viðkomandi hamingjusaman og leiðan. Þau passa upp á að halda áfram að læra hvort á annað, langanir og líðan. 4. Hamingjusöm pör eru stolt af því að hafa komist saman yfir erfið tímabil og að það hafi styrkt þau sem par. Það skiptir því höfuðmáli hvernig atburðir eru túlkaðir og að pör standi saman og geti lært af þessum erfiðu tímum. 5. Óhamingjusöm pör eiga það til að greina frá vonbrigðum með sambandið, að það hafi ekki uppfyllt alla þeirra vonir og væntingar auk þess að vera kaldhæðin í garð langtímaskuldbingingar. Hamingjusömum pörum finnst sambandið hafa uppfyllt væntingar þeirra. Þú getur lesið meira um þessi mál hér.
Heilsa Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp