Rory hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. ágúst 2014 06:00 Rory McIlroy er nær óstöðvandi þessa dagana. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy er með eins höggs forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í kvöld. Rory spilaði Valhalla-völlinn í Kentucky í gærkvöldi á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er í heildina á tólf höggum undir pari. Hann byrjaði rólega og var einu höggi undir pari eftir þrjá fugla og tvo skolla á fyrstu tólf holunum, en eins og fleiri kylfingar nýtti hann sér síðustu fjórar holurnar vel og fékk þar þrjá fugla. Rory er búinn að vera í miklu stuði að undanförnu, en hann vann opna breska meistaramótið á dögunum og WCG Bridgestone-mótið um síðustu helgi. Hann getur með sigri í kvöld unnið sitt fjórða risamót á ferlinum (opna bandaríska 2011, opna breska 2014, PGA 2012) aðeins 25 ára gamall. Þá verða aðeins tveir kylfingar sem spila í dag með fleiri risatitla en hann (Phil Mickelson 5 og Tiger Woods 14). Austurríkismaðurinn BerndWiesberger er afar óvænt í öðru sæti, en hann spilaði frábærlega í gær. Wiesberger, sem komst í gegnum niðurskurðinn í annað skiptið í sex tilraunum á risamóti, spilaði hringinn á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann átti högg dagsins, en annað högg hans inn á 17. flöt endaði aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni og var ekki langt frá því að detta ofan í fyrir erni. Bandaríkjamennirnir RickieFowler (-11) og PhilMickelson (-10) koma næstir, en þeir voru báðir á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum og spila saman í kvöld. Mótið er gífurlega jafnt og spennandi því Ástralinn JasonDay er einnig á tíu höggum undir pari og svo eru þrír menn á níu höggum undir pari; Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen, Svíinn Henrik Stenson og Finninn MikkoIlonen.Útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00. Golf Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er með eins höggs forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í kvöld. Rory spilaði Valhalla-völlinn í Kentucky í gærkvöldi á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er í heildina á tólf höggum undir pari. Hann byrjaði rólega og var einu höggi undir pari eftir þrjá fugla og tvo skolla á fyrstu tólf holunum, en eins og fleiri kylfingar nýtti hann sér síðustu fjórar holurnar vel og fékk þar þrjá fugla. Rory er búinn að vera í miklu stuði að undanförnu, en hann vann opna breska meistaramótið á dögunum og WCG Bridgestone-mótið um síðustu helgi. Hann getur með sigri í kvöld unnið sitt fjórða risamót á ferlinum (opna bandaríska 2011, opna breska 2014, PGA 2012) aðeins 25 ára gamall. Þá verða aðeins tveir kylfingar sem spila í dag með fleiri risatitla en hann (Phil Mickelson 5 og Tiger Woods 14). Austurríkismaðurinn BerndWiesberger er afar óvænt í öðru sæti, en hann spilaði frábærlega í gær. Wiesberger, sem komst í gegnum niðurskurðinn í annað skiptið í sex tilraunum á risamóti, spilaði hringinn á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann átti högg dagsins, en annað högg hans inn á 17. flöt endaði aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni og var ekki langt frá því að detta ofan í fyrir erni. Bandaríkjamennirnir RickieFowler (-11) og PhilMickelson (-10) koma næstir, en þeir voru báðir á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum og spila saman í kvöld. Mótið er gífurlega jafnt og spennandi því Ástralinn JasonDay er einnig á tíu höggum undir pari og svo eru þrír menn á níu höggum undir pari; Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen, Svíinn Henrik Stenson og Finninn MikkoIlonen.Útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira