Rory hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. ágúst 2014 06:00 Rory McIlroy er nær óstöðvandi þessa dagana. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy er með eins höggs forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í kvöld. Rory spilaði Valhalla-völlinn í Kentucky í gærkvöldi á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er í heildina á tólf höggum undir pari. Hann byrjaði rólega og var einu höggi undir pari eftir þrjá fugla og tvo skolla á fyrstu tólf holunum, en eins og fleiri kylfingar nýtti hann sér síðustu fjórar holurnar vel og fékk þar þrjá fugla. Rory er búinn að vera í miklu stuði að undanförnu, en hann vann opna breska meistaramótið á dögunum og WCG Bridgestone-mótið um síðustu helgi. Hann getur með sigri í kvöld unnið sitt fjórða risamót á ferlinum (opna bandaríska 2011, opna breska 2014, PGA 2012) aðeins 25 ára gamall. Þá verða aðeins tveir kylfingar sem spila í dag með fleiri risatitla en hann (Phil Mickelson 5 og Tiger Woods 14). Austurríkismaðurinn BerndWiesberger er afar óvænt í öðru sæti, en hann spilaði frábærlega í gær. Wiesberger, sem komst í gegnum niðurskurðinn í annað skiptið í sex tilraunum á risamóti, spilaði hringinn á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann átti högg dagsins, en annað högg hans inn á 17. flöt endaði aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni og var ekki langt frá því að detta ofan í fyrir erni. Bandaríkjamennirnir RickieFowler (-11) og PhilMickelson (-10) koma næstir, en þeir voru báðir á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum og spila saman í kvöld. Mótið er gífurlega jafnt og spennandi því Ástralinn JasonDay er einnig á tíu höggum undir pari og svo eru þrír menn á níu höggum undir pari; Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen, Svíinn Henrik Stenson og Finninn MikkoIlonen.Útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er með eins höggs forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í kvöld. Rory spilaði Valhalla-völlinn í Kentucky í gærkvöldi á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er í heildina á tólf höggum undir pari. Hann byrjaði rólega og var einu höggi undir pari eftir þrjá fugla og tvo skolla á fyrstu tólf holunum, en eins og fleiri kylfingar nýtti hann sér síðustu fjórar holurnar vel og fékk þar þrjá fugla. Rory er búinn að vera í miklu stuði að undanförnu, en hann vann opna breska meistaramótið á dögunum og WCG Bridgestone-mótið um síðustu helgi. Hann getur með sigri í kvöld unnið sitt fjórða risamót á ferlinum (opna bandaríska 2011, opna breska 2014, PGA 2012) aðeins 25 ára gamall. Þá verða aðeins tveir kylfingar sem spila í dag með fleiri risatitla en hann (Phil Mickelson 5 og Tiger Woods 14). Austurríkismaðurinn BerndWiesberger er afar óvænt í öðru sæti, en hann spilaði frábærlega í gær. Wiesberger, sem komst í gegnum niðurskurðinn í annað skiptið í sex tilraunum á risamóti, spilaði hringinn á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann átti högg dagsins, en annað högg hans inn á 17. flöt endaði aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni og var ekki langt frá því að detta ofan í fyrir erni. Bandaríkjamennirnir RickieFowler (-11) og PhilMickelson (-10) koma næstir, en þeir voru báðir á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum og spila saman í kvöld. Mótið er gífurlega jafnt og spennandi því Ástralinn JasonDay er einnig á tíu höggum undir pari og svo eru þrír menn á níu höggum undir pari; Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen, Svíinn Henrik Stenson og Finninn MikkoIlonen.Útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira