Frábært lokakvöld á vel heppnaðri Act Alone Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. ágúst 2014 21:45 Arnar Jónsson Vísir/Ágúst G. Atlason Einleikjahátiðinni Act Alone lauk í hádeginu með einsöngstónleikum Bjarna Ara í félagsheimilinu á Suðureyri. Hápunktur hátíðarinnar var Sveinsstykki Þorvalds Þorsteinssonar heitins, með Arnari Jónssyni í aðalhlutverki, en verkinu leikstýrði eiginkona Arnars Þórhildur Þorleifsdóttir. Verkið stendur fjölskyldu Arnars og Þórhildar nærri, en Þorleifur Örn, sonur þeirra hjóna, pantaði verkið af Þorvaldi fyrir sextugsafmæli föður síns. Þremur vikum eftir að verkið var pantað hringdi Þorvaldur í Þorleif og sagðist ekkert almennilegt geta gert fyrir stórleikarann, og hann væri með ritstíflu. Þorleifur útskýrði þá fyrir Þorvaldi að verkið þyrfti ekki að vera neitt stórvirki. Nokkru síðar fæddist Sveinn, aðalpersóna Sveinsstykkis. Verkið er sannarlega vel samið, þótt látlaust sé og eldist mjög vel. Arnar átti sannkallaðan stórleik í félagsheimilinu á Suðureyri.Benedikt Karl GröndalVísir/Ágúst G. AtlasonÞá var einleikurinn Múrsteinn sýndur í Þurrkverinu í gærkvöldi. Í aðalhlutverki var Benedikt Karl Gröndal, sem lék á móti múrsteini og fórst það hreint ágætlega úr hendi. Leikstjóri verksins er Árni Kristjánsson, sem er á leið til Bretlands í frekar nám. Það verður spennandi að fylgjast með Árna á komandi árum. Villi Naglbítur sá um að skemmta börnum og foreldrum og komst nokkuð vel frá því. Verkefnaval hátíðarinnar var æði fjölbreytt og Elfari Loga Hannessyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, tókst vel til, jafnvel betur en undanfarin ár. Samblandan á Act Alone af myndlist, gjörningalist, bókmenntum og einleikjum hélt gestum hátíðarinnar uppteknum og ánægðum allan tímann. Menning Tengdar fréttir Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Einleikjahátiðinni Act Alone lauk í hádeginu með einsöngstónleikum Bjarna Ara í félagsheimilinu á Suðureyri. Hápunktur hátíðarinnar var Sveinsstykki Þorvalds Þorsteinssonar heitins, með Arnari Jónssyni í aðalhlutverki, en verkinu leikstýrði eiginkona Arnars Þórhildur Þorleifsdóttir. Verkið stendur fjölskyldu Arnars og Þórhildar nærri, en Þorleifur Örn, sonur þeirra hjóna, pantaði verkið af Þorvaldi fyrir sextugsafmæli föður síns. Þremur vikum eftir að verkið var pantað hringdi Þorvaldur í Þorleif og sagðist ekkert almennilegt geta gert fyrir stórleikarann, og hann væri með ritstíflu. Þorleifur útskýrði þá fyrir Þorvaldi að verkið þyrfti ekki að vera neitt stórvirki. Nokkru síðar fæddist Sveinn, aðalpersóna Sveinsstykkis. Verkið er sannarlega vel samið, þótt látlaust sé og eldist mjög vel. Arnar átti sannkallaðan stórleik í félagsheimilinu á Suðureyri.Benedikt Karl GröndalVísir/Ágúst G. AtlasonÞá var einleikurinn Múrsteinn sýndur í Þurrkverinu í gærkvöldi. Í aðalhlutverki var Benedikt Karl Gröndal, sem lék á móti múrsteini og fórst það hreint ágætlega úr hendi. Leikstjóri verksins er Árni Kristjánsson, sem er á leið til Bretlands í frekar nám. Það verður spennandi að fylgjast með Árna á komandi árum. Villi Naglbítur sá um að skemmta börnum og foreldrum og komst nokkuð vel frá því. Verkefnaval hátíðarinnar var æði fjölbreytt og Elfari Loga Hannessyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, tókst vel til, jafnvel betur en undanfarin ár. Samblandan á Act Alone af myndlist, gjörningalist, bókmenntum og einleikjum hélt gestum hátíðarinnar uppteknum og ánægðum allan tímann.
Menning Tengdar fréttir Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13