Ljúffeng og næringarrík möndlumjólk Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 15:00 Vísir/Getty Möndlur eru stútfullar af vítamínum og steinefnum. Þær innihalda til dæmis kalk, E vítamín, magnesíum og B2 vítamín en það eru mikilvæg næringarefni fyrir líkamann. Þær eru ríkar af trefjum, innihalda holla og góða fitu og eru auk þess mjög próteinríkar. Möndlumjólk er ekki bara næringarrík heldur einnig afar bragðgóð. Tilvalið er að nota hana úti í drykki og í ýmislegt annað, hún er góður kalkgjafi í staðinn fyrir hefðbundna mjólk. Heimatilbúin möndlumjólk er yfirleitt hollust, en í aðkeyptri möndlumjólk er oft viðbættur sykur og önnur aukaefni. Það er líka afar einfalt og fljólegt að búa hana til sjálfurÞað sem þarf í möndlumjólkina:1 bolli af möndlum Vatn Sía, sigti eða nælonsokkur Flaska fyrir mjólkinaAðferð: 1.Leggið möndlurnar í bleyti í minnst 15 mínútur, mega liggja í bleyti yfir nótt. 2.Hellið vatninu af og skolið möndlurnar með hreinu vatni. 3.Setjið möndlurnar í blandara ásamt 4 bollum af vatni og blandið vel saman. 4.Hellið möndlumjólkinni í gegnum sigti eða einhverskonar síu og í hreina flösku sem hægt er að geyma í kæli. Möndlumjólkin geymist í 2-3 daga í kæli. Ekki henda hratinu af möndlunum, frystu það frekar eða þurkaðu það í ofninum. Möndluhratið er mjög gott í bakstur og ýmislegt fleira. Heilsa Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið
Möndlur eru stútfullar af vítamínum og steinefnum. Þær innihalda til dæmis kalk, E vítamín, magnesíum og B2 vítamín en það eru mikilvæg næringarefni fyrir líkamann. Þær eru ríkar af trefjum, innihalda holla og góða fitu og eru auk þess mjög próteinríkar. Möndlumjólk er ekki bara næringarrík heldur einnig afar bragðgóð. Tilvalið er að nota hana úti í drykki og í ýmislegt annað, hún er góður kalkgjafi í staðinn fyrir hefðbundna mjólk. Heimatilbúin möndlumjólk er yfirleitt hollust, en í aðkeyptri möndlumjólk er oft viðbættur sykur og önnur aukaefni. Það er líka afar einfalt og fljólegt að búa hana til sjálfurÞað sem þarf í möndlumjólkina:1 bolli af möndlum Vatn Sía, sigti eða nælonsokkur Flaska fyrir mjólkinaAðferð: 1.Leggið möndlurnar í bleyti í minnst 15 mínútur, mega liggja í bleyti yfir nótt. 2.Hellið vatninu af og skolið möndlurnar með hreinu vatni. 3.Setjið möndlurnar í blandara ásamt 4 bollum af vatni og blandið vel saman. 4.Hellið möndlumjólkinni í gegnum sigti eða einhverskonar síu og í hreina flösku sem hægt er að geyma í kæli. Möndlumjólkin geymist í 2-3 daga í kæli. Ekki henda hratinu af möndlunum, frystu það frekar eða þurkaðu það í ofninum. Möndluhratið er mjög gott í bakstur og ýmislegt fleira.
Heilsa Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið