110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2014 11:23 Gunnar með laxinn sem hann fékk í morgun. Með honum á myndinni er Hermóður Hilmarsson leiðsögumaður Á sama tíma og veiðimenn eru áþreifanlega varir við skort á smálaxi er líklega eitt besta stórlaxa ár margra ánna að gerast einmitt í sumar. Laxá í Aðaldal hefur til að mynda sjaldan síðustu 10 ár átt jafn mikið af löxum sem eru yfir 15 pund. Veiðihlutfallið er líklega um 80% stórlax, og þá er ekki verið að tala um tveggja ára laxa heldur alvöru stórlaxa sem margir eru að koma í ánna í þriðja eða fjórða skipti. Einn slíkur stórlax líklega sá stærsti í sumar, veiddist í morgun í Laxá í Aðaldal og kom hann upp af Nessvæðinu. Laxinn veiddist í Hólmavaðsstíflu og mældist 110 sm langur og eins og sést á meðfylgjandi mynd er hann þykkur eftir því. Það var Gunnar Arngrímur Arngrímsson sem landaði laxinum og fékk aðstoð leiðsögumannsins Hermóðs Hilmarssonar við að ná honum á land. Laxinn er líklega einn stærsti laxinn í sumar en nokkrir slíkir hafa sést í Laxá í sumar en flestir hafa þeir haft betur í viðureignum við veiðimenn. En þeir laxar sem hafa sloppið eru allir miklu stærri en þessi…..hvað annað? Stangveiði Mest lesið Treg taka en nóg af laxi Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði
Á sama tíma og veiðimenn eru áþreifanlega varir við skort á smálaxi er líklega eitt besta stórlaxa ár margra ánna að gerast einmitt í sumar. Laxá í Aðaldal hefur til að mynda sjaldan síðustu 10 ár átt jafn mikið af löxum sem eru yfir 15 pund. Veiðihlutfallið er líklega um 80% stórlax, og þá er ekki verið að tala um tveggja ára laxa heldur alvöru stórlaxa sem margir eru að koma í ánna í þriðja eða fjórða skipti. Einn slíkur stórlax líklega sá stærsti í sumar, veiddist í morgun í Laxá í Aðaldal og kom hann upp af Nessvæðinu. Laxinn veiddist í Hólmavaðsstíflu og mældist 110 sm langur og eins og sést á meðfylgjandi mynd er hann þykkur eftir því. Það var Gunnar Arngrímur Arngrímsson sem landaði laxinum og fékk aðstoð leiðsögumannsins Hermóðs Hilmarssonar við að ná honum á land. Laxinn er líklega einn stærsti laxinn í sumar en nokkrir slíkir hafa sést í Laxá í sumar en flestir hafa þeir haft betur í viðureignum við veiðimenn. En þeir laxar sem hafa sloppið eru allir miklu stærri en þessi…..hvað annað?
Stangveiði Mest lesið Treg taka en nóg af laxi Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði