Púlsinn 18.ágúst 2014 Orri Freyr Rúnarsson skrifar 18. ágúst 2014 13:37 Oderus Urungus í fullum skrúða Aðdáendum hljómsveitarinnar Gwar gafst kostur á að kveðja söngvarann Oderus Urungus að víkingasið á dögunum. Söngvarinn sem heitir réttu nafni David Brocke lést af of stórum skammti af heróíni í mars og var jarðsettur í apríl. Um helgina fengu aðdáendur hinsvegar tækifæri á að kveðja þennan skrautlega karkater þegar að búningur hans var settur á skip sem í vatni í Virginia fylki í Bandaríkjanum. Það var svo bogmaður sem skaut logandi ör í skipið og kveikti þannig í því að víkingasið. Stórsöngvarinn Morrissey stendur í undarlegum deilum við útgáfufyrirtæki sitt þessa daganna en hann heldur því fram að fyrirtækið Capitol Records hafi sagt upp plötusamningi sínum þrátt fyrir að fyrirtækið neiti þessum fréttum. Morrissey sendi svo frá sér nýja yfirlýsingu á dögunum þar sem hann segist hafa sannanir fyrir því að hann sé ekki samningsbundinn Capitol Records lengur og að auki hafi hann aldrei undirritað neinn samning. En Morrissey kom sér einmitt á vandræði fyrir skömmu síðan þegar að hann sagði að sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver ætti skilið að vera sendur í gasklefa vegna þess að hann hefði drepið fleiri dýr en McDonalds. Samkvæmt Red Hot Chili Peppers gítarleikaranum Josh Klinghoffer er hljómsveitin þegar byrjuð að vinna að 28-30 lögum fyrir næstu plötu sína. Klinghoffer staðfesti einnig að hljómsveitin sé þegar byjuð að taka upp í hljóðveri án þess þó að vera með próduser. Sagði hann hljómsveitin semja upp á hvern einasta dag. Það er því vel mögulegt að ný plata með Red Hot Chili Peppers líti dagsins ljós árið 2015.Gene Simmons, bassaleikari Kiss, hefur nú beðist afsökunar vegna ummæla sinnar um þunglyndi og sjálfsvíg. En það var fyrir helgi sem Simmons fór í útvarpsviðtal og sagðist þar ekki trúa að þunglyndi væri til og þeir sem stöðugt kvörtuðu yfir því ættu að drepa sig. Fjölmargir gagnrýndu Simmons og þá einna harðast Mötley Crue meðlimurinn Nikki Sixx sem sagði ummælin fáranleg. Simmons hefur nú viðurkennd að ummælin væru heimskuleg og sagðist hann taka þau til baka og sagðist styðja alla þá sem gengu í gegnum erfiðleika og sér í lagi þá sem þjáðust af þunglyndi. Nú styttist óðum í Menningarnæturtónleika X977 og Bar 11 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 laugardaginn 23.ágúst. Þær hljómsveitir sem koma fram að þessu sinni eru: Kaleo, Sólstafir, Dimma, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Vínyll, Reykjavíkurdætur, Úlfur Úlfur, Art Is Dead, Endless Dark og Major Pink. Herlegheitin hefjast klukkan 14:00 og standa tónleikarnir yfir þangað til 23:00. Harmageddon Mest lesið Mótmæla refsistefnu stjórnvalda með kannabisreykingum á Austurvelli Harmageddon Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Ákæruvaldið reyndi að fá barn dæmt fyrir að svíkjast um að stunda vændi Harmageddon Magnað myndband frá Úlfi úlfi Harmageddon Var Jesú Kristur fyrsti talsmaður skrattans? Harmageddon Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Lára Rúnars gefur út nýtt myndband Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon
Aðdáendum hljómsveitarinnar Gwar gafst kostur á að kveðja söngvarann Oderus Urungus að víkingasið á dögunum. Söngvarinn sem heitir réttu nafni David Brocke lést af of stórum skammti af heróíni í mars og var jarðsettur í apríl. Um helgina fengu aðdáendur hinsvegar tækifæri á að kveðja þennan skrautlega karkater þegar að búningur hans var settur á skip sem í vatni í Virginia fylki í Bandaríkjanum. Það var svo bogmaður sem skaut logandi ör í skipið og kveikti þannig í því að víkingasið. Stórsöngvarinn Morrissey stendur í undarlegum deilum við útgáfufyrirtæki sitt þessa daganna en hann heldur því fram að fyrirtækið Capitol Records hafi sagt upp plötusamningi sínum þrátt fyrir að fyrirtækið neiti þessum fréttum. Morrissey sendi svo frá sér nýja yfirlýsingu á dögunum þar sem hann segist hafa sannanir fyrir því að hann sé ekki samningsbundinn Capitol Records lengur og að auki hafi hann aldrei undirritað neinn samning. En Morrissey kom sér einmitt á vandræði fyrir skömmu síðan þegar að hann sagði að sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver ætti skilið að vera sendur í gasklefa vegna þess að hann hefði drepið fleiri dýr en McDonalds. Samkvæmt Red Hot Chili Peppers gítarleikaranum Josh Klinghoffer er hljómsveitin þegar byrjuð að vinna að 28-30 lögum fyrir næstu plötu sína. Klinghoffer staðfesti einnig að hljómsveitin sé þegar byjuð að taka upp í hljóðveri án þess þó að vera með próduser. Sagði hann hljómsveitin semja upp á hvern einasta dag. Það er því vel mögulegt að ný plata með Red Hot Chili Peppers líti dagsins ljós árið 2015.Gene Simmons, bassaleikari Kiss, hefur nú beðist afsökunar vegna ummæla sinnar um þunglyndi og sjálfsvíg. En það var fyrir helgi sem Simmons fór í útvarpsviðtal og sagðist þar ekki trúa að þunglyndi væri til og þeir sem stöðugt kvörtuðu yfir því ættu að drepa sig. Fjölmargir gagnrýndu Simmons og þá einna harðast Mötley Crue meðlimurinn Nikki Sixx sem sagði ummælin fáranleg. Simmons hefur nú viðurkennd að ummælin væru heimskuleg og sagðist hann taka þau til baka og sagðist styðja alla þá sem gengu í gegnum erfiðleika og sér í lagi þá sem þjáðust af þunglyndi. Nú styttist óðum í Menningarnæturtónleika X977 og Bar 11 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 laugardaginn 23.ágúst. Þær hljómsveitir sem koma fram að þessu sinni eru: Kaleo, Sólstafir, Dimma, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Vínyll, Reykjavíkurdætur, Úlfur Úlfur, Art Is Dead, Endless Dark og Major Pink. Herlegheitin hefjast klukkan 14:00 og standa tónleikarnir yfir þangað til 23:00.
Harmageddon Mest lesið Mótmæla refsistefnu stjórnvalda með kannabisreykingum á Austurvelli Harmageddon Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Ákæruvaldið reyndi að fá barn dæmt fyrir að svíkjast um að stunda vændi Harmageddon Magnað myndband frá Úlfi úlfi Harmageddon Var Jesú Kristur fyrsti talsmaður skrattans? Harmageddon Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Lára Rúnars gefur út nýtt myndband Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon