Mercedes S-Class Maybach á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2014 12:21 Kaupendur S-Class bíla Mercedes Benz höfðu fyrir stuttu það eina val að ákveða hvaða vél væri í bíl þeirra. Nú eru breyttir tímar. Í dag geta kaupendur valið um S-Class coupe, S-Class convertible, venjulegan S-Class og nú eru tvær fleiri gerðir á leið á markað. Það eru Maybach útfærsla bílsins og síðar kemur einnig Pullman útfærsla. Í síðustu viku sást til S-Class Maybach í prófunum á Nürburgring brautinni þýsku. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz á Maybach merkið en hætti framleiðslu Maybach bíla árið 2013, enda hafði sala þeirra gengið brösulega síðustu árin þar á undan. Mercedes Benz mun þó áfram halda á lofti merki Maybach bíla með lúxusútgáfum S-Class sem ganga enn lengra í íburði og stærð en í hefðbundnum S-Class. Sá S-Class Maybach sem nú er verið að prófa er lengri en venjulegur S-Class. Hann er með 621 hestafla vél sem er 12 strokka og með tvær forþjöppur. Mercedes Benz S-Class Maybach kemur á markað á næsta ári og Pullman gerðin árið 2016. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent
Kaupendur S-Class bíla Mercedes Benz höfðu fyrir stuttu það eina val að ákveða hvaða vél væri í bíl þeirra. Nú eru breyttir tímar. Í dag geta kaupendur valið um S-Class coupe, S-Class convertible, venjulegan S-Class og nú eru tvær fleiri gerðir á leið á markað. Það eru Maybach útfærsla bílsins og síðar kemur einnig Pullman útfærsla. Í síðustu viku sást til S-Class Maybach í prófunum á Nürburgring brautinni þýsku. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz á Maybach merkið en hætti framleiðslu Maybach bíla árið 2013, enda hafði sala þeirra gengið brösulega síðustu árin þar á undan. Mercedes Benz mun þó áfram halda á lofti merki Maybach bíla með lúxusútgáfum S-Class sem ganga enn lengra í íburði og stærð en í hefðbundnum S-Class. Sá S-Class Maybach sem nú er verið að prófa er lengri en venjulegur S-Class. Hann er með 621 hestafla vél sem er 12 strokka og með tvær forþjöppur. Mercedes Benz S-Class Maybach kemur á markað á næsta ári og Pullman gerðin árið 2016.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent