Svo virðist sem raftónlistarmaðurinn Aphex Twin sé loks að fara að gefa út nýja plötu. En þetta tilkynnti hann á Twitter svæði sínu í gær. Þar setti hann inn link sem eingöngu er þó hægt að nálgast með Thor vafranum enda vísar linkurinn á síðu sem ekki er aðgengileg með hefbundnum netvöfrum. Á síðunni virtist vera plötulisti ásamt lagalista en frekari upplýsingar hafa ekki fengist staðfestar. En í síðustu viku sást einmitt loftbelgur með Aphex Twin logó-inu svífa yfir bæði London og New York.
Nú hefur vefsíða í Síle sakað áströlsku hljómsveitina Tame Impala um brot á höfundarréttarlögum útaf laginu Feels Like We Only Go Backwards sem er á Grammy verðlauna plötunni Lonerism sem kom út árið 2012. Samkvæmt grein á vefsíðunni svipar laginu óheyrilega mikil til lagsins Oceano með argentísku barnastjörnunni Pablito Ruiz, en lagið kom út árið 1989. Þessu til stuðnings birtist einnig myndband á vefsíðunni þar sem að lögin 2 eru borin saman og að sjálfsögðu er hægt að hlusta á tóndæmi á harmageddon.is En hvorki Tame Impala né Ruiz hafa brugðist við þessum ásökunum.