Click here for an english version of this story.
„Ég fæ gögnin frá vefsíðu sem kallast apis.is en þar er hægt að fá upplýsingar í því formi sem auðvelt er að vinna úr.“
Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en heldur dró úr virkninni í kringum miðnættið og bætti aftur í upp úr klukkan fjögur í nótt.
Virknin gengur áfram í bylgjum en stærstu skjálftarnir urðu undir morgun og voru þeir allir undir 3 að stærð.
Inni á síðu Bærings má sjá nákvæmlega hversu sterkir skjálftarnir eru og á hvaða dýpi.
Bæring segist hafa dottið í hug að búa til líkanið þegar verið var að dreifa upplýsingunum á spjallborði hjá Facebook-hópnum Forritarar á Íslandi.
„Það hefur verið þvílík umferð af fólki inni á síðunni og fólk hefur til að myndað skoðað hana í 62 mismunandi löndum. Þetta er ekkert mjög djúp pæling hjá mér, mig langaði bara að gera eitthvað kúl. Ég byrjaði á síðunni á miðnætti og var að til fimm um morguninn.“