Höfuðstöðvar Fiat frá Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2014 10:37 Sameining Fiat og Chrysler hefur vofað yfir í langan tíma. Greidd verða atkvæði um sameiningu Fiat og Chrysler í dag og munu höfuðstöðvar Fiat flytja frá Ítalíu til Slough í Englandi ef sameiningin verður samþykkt. Fastlega er búist við því að það gangi eftir og aðeins 30,04% eignarhlutur Fiat fjölskyldunnar stendur í vegi fyrir því og hætt við því að sjónarmið þeirra verði undir. Ef af sameiningunni verður verða hlutabréf FCA, sem stendur fyrir Fiat Chrysler Automobiles, skráð í kauphöllinni í Wall Street og yrði það liður í að fjármagna frekar starfsemi FCA. Lítið vit virðist vera í því að vera með hlutabréf Fiat skráð í kauphöllum á Ítalíu, en þar er viðvarandi efnahagsstöðnun sem varað hefur síðustu 14 ár. Við sameininguna mun Fiat Chrysler Automobiles verða sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims en Chrysler er þriðji stærsti bílaframleiðandi í Bandaríkjunum á eftir GM og Ford. Fiat hefur hagnast mjög á eignarhaldi á Chrysler á undanförnum árum, en Fiat eignaðist meirihluta í Chrysler fyrir fimm árum og hefur verið að eignast stærri og stærri hlut í fyrirtækinu síðan. Ef Fiat hefði ekki tryggt sér Chrysler hefði rekstur þess verið rekinn með tapi síðustu tvö ár, en góður hagnaður Chrysler varð til þess að bæði árin skiluðu hagnaði. Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent
Greidd verða atkvæði um sameiningu Fiat og Chrysler í dag og munu höfuðstöðvar Fiat flytja frá Ítalíu til Slough í Englandi ef sameiningin verður samþykkt. Fastlega er búist við því að það gangi eftir og aðeins 30,04% eignarhlutur Fiat fjölskyldunnar stendur í vegi fyrir því og hætt við því að sjónarmið þeirra verði undir. Ef af sameiningunni verður verða hlutabréf FCA, sem stendur fyrir Fiat Chrysler Automobiles, skráð í kauphöllinni í Wall Street og yrði það liður í að fjármagna frekar starfsemi FCA. Lítið vit virðist vera í því að vera með hlutabréf Fiat skráð í kauphöllum á Ítalíu, en þar er viðvarandi efnahagsstöðnun sem varað hefur síðustu 14 ár. Við sameininguna mun Fiat Chrysler Automobiles verða sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims en Chrysler er þriðji stærsti bílaframleiðandi í Bandaríkjunum á eftir GM og Ford. Fiat hefur hagnast mjög á eignarhaldi á Chrysler á undanförnum árum, en Fiat eignaðist meirihluta í Chrysler fyrir fimm árum og hefur verið að eignast stærri og stærri hlut í fyrirtækinu síðan. Ef Fiat hefði ekki tryggt sér Chrysler hefði rekstur þess verið rekinn með tapi síðustu tvö ár, en góður hagnaður Chrysler varð til þess að bæði árin skiluðu hagnaði.
Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent