75 sm urriði úr Laxárdalnum Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2014 11:33 Mynd: www.svfr.is Samkvæmt fréttum frá veiðisvæðinu kenndu við Laxárdal í Mývatnssveit hefur stærðarmúrinn verið rofinn og það hressilega í sumar. Í gær veiddist urriði sem var 75 sm að lengd og 40 sm að ummáli sem gerir þennan fisk líklega um 5-6 kíló (10-12 pund). Því miður náðist ekki að mynda fiskinn en vitni voru að þessu, þar á meðal virtir leiðsögumenn við ánna svo stærðin á fiskinum er staðfest. Ágætis veiði hefur verið í Laxárdalnum í sumar en eins og kunnugir vita eru þeir sem stunda þetta svæði ekki að leita eftir magni heldur stóru fiskunum enda er meðalþyngdin þarna aðeins betri en á efra svæðinu. Góður tími er framundan og nokkuð er af lausum stöngum en lausa daga má sjá á www.svfr.is/vefsala Stangveiði Mest lesið Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Sjóbirtingur rétt við höfuðborgarsvæðið Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði
Samkvæmt fréttum frá veiðisvæðinu kenndu við Laxárdal í Mývatnssveit hefur stærðarmúrinn verið rofinn og það hressilega í sumar. Í gær veiddist urriði sem var 75 sm að lengd og 40 sm að ummáli sem gerir þennan fisk líklega um 5-6 kíló (10-12 pund). Því miður náðist ekki að mynda fiskinn en vitni voru að þessu, þar á meðal virtir leiðsögumenn við ánna svo stærðin á fiskinum er staðfest. Ágætis veiði hefur verið í Laxárdalnum í sumar en eins og kunnugir vita eru þeir sem stunda þetta svæði ekki að leita eftir magni heldur stóru fiskunum enda er meðalþyngdin þarna aðeins betri en á efra svæðinu. Góður tími er framundan og nokkuð er af lausum stöngum en lausa daga má sjá á www.svfr.is/vefsala
Stangveiði Mest lesið Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Sjóbirtingur rétt við höfuðborgarsvæðið Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði