75 sm urriði úr Laxárdalnum Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2014 11:33 Mynd: www.svfr.is Samkvæmt fréttum frá veiðisvæðinu kenndu við Laxárdal í Mývatnssveit hefur stærðarmúrinn verið rofinn og það hressilega í sumar. Í gær veiddist urriði sem var 75 sm að lengd og 40 sm að ummáli sem gerir þennan fisk líklega um 5-6 kíló (10-12 pund). Því miður náðist ekki að mynda fiskinn en vitni voru að þessu, þar á meðal virtir leiðsögumenn við ánna svo stærðin á fiskinum er staðfest. Ágætis veiði hefur verið í Laxárdalnum í sumar en eins og kunnugir vita eru þeir sem stunda þetta svæði ekki að leita eftir magni heldur stóru fiskunum enda er meðalþyngdin þarna aðeins betri en á efra svæðinu. Góður tími er framundan og nokkuð er af lausum stöngum en lausa daga má sjá á www.svfr.is/vefsala Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Samkvæmt fréttum frá veiðisvæðinu kenndu við Laxárdal í Mývatnssveit hefur stærðarmúrinn verið rofinn og það hressilega í sumar. Í gær veiddist urriði sem var 75 sm að lengd og 40 sm að ummáli sem gerir þennan fisk líklega um 5-6 kíló (10-12 pund). Því miður náðist ekki að mynda fiskinn en vitni voru að þessu, þar á meðal virtir leiðsögumenn við ánna svo stærðin á fiskinum er staðfest. Ágætis veiði hefur verið í Laxárdalnum í sumar en eins og kunnugir vita eru þeir sem stunda þetta svæði ekki að leita eftir magni heldur stóru fiskunum enda er meðalþyngdin þarna aðeins betri en á efra svæðinu. Góður tími er framundan og nokkuð er af lausum stöngum en lausa daga má sjá á www.svfr.is/vefsala
Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði